Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fös 16. ágúst 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Farinn frá Chelsea eftir einungis einn leik (Staðfest)
Moreira í leik með U21 landsliði Portúgals.
Moreira í leik með U21 landsliði Portúgals.
Mynd: Getty Images
Diego Moreira gekk í raðir Chelsea síðasta sumar á frjálsri söu frá Benfica. Vængmaðurinn er tvítugur og skrifaði undir fimm ára samning.

Hann lék einn leik með Chelsea, leik í deildabikarnum í lok ágúst.

Hann var svo lánaður til Lyon og lék með franska liðinu fyrri hluta tímabilsins. Hann spilaði einungis sjö deildarleiki með Lyon og sneri aftur til Chelsea í janúar.

Hann kom ekkert við sögu með aðalliði Chelsea eftir endurkomuna en lék með U21 liði félagsins.

Í dag var hann svo tilkynntur sem nýr leikmaður Strasbourg. Strasbourg er systurfélag Chelsea, BlueCo, eigendur Chelsea, eiga einnig Strasbourg. Moreira skrifar þar undir fimm ára samning.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner