„Mér fannst spilamennskan ekki frábær en mikil bæting frá síðasta leik. Við vorum þéttir varnarlega sem er okkar einkenni. Mér fannst KR-ingarnir varla fá færi í leiknum. Markið sem þeir skora er flott mark en hálfgert hálffæri en þeir ógna varla markinu okkar," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir jafntefli gegn KR í dag.
Lestu um leikinn: Vestri 1 - 1 KR
Vestri er komið í neðri hluta deildarinnar í fyrsta sinn á tímabilinu.
„Við verðum að einbeita okkur að okkur. Fótboltinn er þannig að hann gefur og tekur frá þér, stundum ertu heppinn með hina leikina en stundum ekki. Þetta er í fyrsta sinn sem við erum þarna og vonandi gefur fótboltinn okkur eitthvað í næstu umferð,"
Vestri heimsækir KA í lokaumferðinni fyrir tvískiptinguna. Vestri er stigi frá efri hlutanum og KA tveimur stigum á eftir svo það er ljóst að það er mikið undir.
„Okkar verkefni núna er að klára næsta leik, það er ekki flóknara en það. Við þurfum að mæta með leikgleði, hugrekki og ákvefð. Það er eitthvað sem vantaði örlítið í dag og sérstaklega í síðasta leik. Við sjáum hvað Vestraliðið getur gert þegar við erum fullir af ákefð, orku og hugrekki. Þá getum við klárað öll lið á landinu, það á líka við um KA," sagði Davíð Smári.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 21 | 12 | 4 | 5 | 52 - 33 | +19 | 40 |
2. Víkingur R. | 21 | 11 | 6 | 4 | 40 - 27 | +13 | 39 |
3. Stjarnan | 21 | 11 | 4 | 6 | 41 - 34 | +7 | 37 |
4. Breiðablik | 20 | 9 | 6 | 5 | 36 - 31 | +5 | 33 |
5. FH | 21 | 8 | 5 | 8 | 39 - 33 | +6 | 29 |
6. Fram | 21 | 8 | 4 | 9 | 30 - 29 | +1 | 28 |
7. ÍBV | 21 | 8 | 4 | 9 | 23 - 27 | -4 | 28 |
8. Vestri | 21 | 8 | 3 | 10 | 22 - 24 | -2 | 27 |
9. KA | 21 | 7 | 5 | 9 | 25 - 38 | -13 | 26 |
10. KR | 21 | 6 | 6 | 9 | 42 - 44 | -2 | 24 |
11. Afturelding | 21 | 5 | 6 | 10 | 28 - 36 | -8 | 21 |
12. ÍA | 20 | 5 | 1 | 14 | 20 - 42 | -22 | 16 |
Athugasemdir