„Mér líður fáránlega vel, þetta var algjör hörmung hjá okkur fyrstu 60 mínúturnar en svo er þetta bara sterkt en við getum ekki sætt okkur við að koma svona inn í tvo leiki í röð og það er enginn í liðinu sem sættir sig við það og núna tökum við gott landsleikjahlé og komum vonandi sterkari til baka eftir það." sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir 3-2 sigurinn á KA í dag á Samsungvellinum í Garðabæ.
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 2 KA
„Það vantaði spirit og vorum ekki að gefa allt í þetta og ég hugsaði til fólksins okkar, núna var ekki full stúka en þeir sem mættu áttu meira skilið en fengu það sem þeir áttu skilið í lokin sem betur fer og ég vona að það komi fleiri með okkur í stúkuna í næstu leikjum og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur."
Stjarnan lenti undir 2-0 þegar 40 mínútur voru eftir og Jökull Elísabetarson gerði þá þrefalda skiptingu sem skilaði svo sannarlega í dag.
„Mér fannst ekkert margir eiga skilið að koma út á völl í síðari hálfleikinn og ég var mjög nálægt því að gera bara fjórfalda skiptingu í hálfleik en þeir sem komu inn komu frábærir inn, gáfu liðinu mikið og hópurinn okkar er sterkur, það eru alltaf einhverjir sem eru að mæta mótlæti í hverri viku, hverjum leik og þeir díla vel við það og það er það sem sterkt lið þarf að búa að."
Nánar var rætt við Jökul í sjónvarpinu hér að ofan.