Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   þri 31. október 2017 17:45
Magnús Már Einarsson
Cristian Martinez ekki áfram hjá Víkingi Ólafsvik
Cristian Martinez Liberato.
Cristian Martinez Liberato.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Spænski markvörðurinn Cristian Martinez Liberato verður ekki áfram hjá Víkingi Ólafsvíki næsta sumar. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Cristian var valinn besti leikmaður Víkings Ólafsvikur í sumar sem og í fyrra.

Ólafsvíkingar féllu úr Pepsi-deildinni í haust og Cristian ætlar nú að róa á önnur mið.

„Ég ætla að hlusta á tilboð frá Íslandi eða fara aftur heim til Spánar," sagði Cristian við Fótbolta.net í dag.

„Ég hefði glaður verið til í að vera áfram í Ólafsvík en ég þarf á breytingu og nýrri áskorun að halda. Ég vil þakka öllum hjá félaginu og öllum í Ólafsvík fyrir," bætti Cristian við en hann starfaði sem sund og fótboltakennari í Ólafsvík.

Hinn 28 ára gamli Cristian hefur leikið undanfarin þrjú tímabil með Víkingi en hann var í haust orðaður við KA í slúðurpakkanum hér á Fótbolta.net.

Ekki er ennþá ljóst hvort Ejub Purisevic haldi áfram sem þjálfari Ólsara næsta sumar eða ekki. Ólsarar þurfa að fylla skörð í hópnum fyrir næsta sumar en Þorsteinn Már Ragnarsson fór til Stjörnunnar á dögunum og þá hefur Alfreð Már Hjaltalín hug á að reyna fyrir sér í Pepsi-deildinni. Auk þess er óvissa um fleiri leikmenn í hópnum.
Athugasemdir
banner
banner