Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   þri 31. október 2023 22:19
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Guðrún: Vorum inn í leiknum allan tímann
Guðrún Arnardóttir í leiknum í kvöld.
Guðrún Arnardóttir í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Mér fannst þetta heilt yfir ágætlega spilaður leikur af okkar hálfu. Við vorum að 'matcha' þær í 'dual-unum', vorum að halda ágætlega í boltann þegar við unnum boltann," sagði Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins eftir 2-0 tap gegn Þjóðverjum í A-deild Þjóðadeildarinnar á Laugardalsvelli í kvöld.

„Þetta víti var, ég held það sé dæmt einu sinni af hverjum tíu skiptum af þessu 'situationi' sko. Þannig að það var svona pínu svekkjandi og svo kannski í lokin vorum við svolítið farnar að taka sénsa og svona. En við vorum inn í leiknum allan leikinn í rauninni og ég er eiginlega bara stolt af liðinu eftir þessa frammistöðu þrátt fyrir tap."

Eftir að hafa spilað í miðverði á móti Danmörku s.l. föstudag var Guðrún færð í hægri bakvörð og mætti hún þar Klara Bühl sem fór illa með okkur í leiknum ytra.

„Þetta er náttúrlega hágæða leikmaður, hún spilar í frábæru liði í Bayern Munchen, en það er gaman að spila við svona góða leikmenn. En hægri bakvarðarstaðan eða, ef ég fæ að spila þá er ég ánægð sko. Steini má setja mig í hvaða stöðu sem hann vill, ég skal leysa það eftir minni bestu getu. Það er alltaf heiður að fá að spila og gaman að geta mætt svona góðum leikmönnum og eftir frammistöðuna úti að geta sýnt sitt rétta andlit," sagði Guðrún.


Lestu um leikinn: Ísland 0 -  2 Þýskaland

Tveir heimaleikir og ekkert stig í þessum glugga, en þrátt fyrir það má sjá jákvæða hluti hjá liðinu og Guðrúnu hefur þótt frammistaðan vera fín.

„Mér finnst í báðum leikjunum þá eru þetta búnir að vera jafnir leikir og við þurfum kannski aðeins að koma í veg fyrir þessi mörk sem við fáum á okkur og reyna að skoða þess á móti. Láta þetta detta í hina áttina, því mér fannst við svara vel í þessu verkefni með frammistöðu frá því í síðasta verkefni. Það eru greinilega ennþá þættir sem við þurfum að vinna í því við viljum taka sigrana," sagði Guðrún að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner