Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 31. desember 2022 16:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Xavi: Getum talað um dómarann en þetta er okkur að kenna
Mynd: EPA

Barcelona og Espanyol gerðu 1-1 jafntefli í grannaslag á Camp Nou í spænsku deildinni í kvöld en þetta var í fyrsta sinn í 13 ár sem Espanyol nælir í að minnsta kosti stig á Camp Nou.


Mateu Lahoz dæmdi leikinn en hann dæmdi leik Argentínu og Hollands á HM í Katar þar sem hann bætti heimsmet með því að lyfta gula spjaldinu 18 sinnum á loft.

Hann var spjaldaglaður í kvöld en hann lyfti gula spjaldinu 15 sinnum á loft og því rauða tvisvar.

Xavi stjóri Barcelona vildi ekki kenna Lahoz um tvö töpuð stig.

„Við hægðum á okkur. Þetta jafntefli er okkur að kenna. Við getum talað um dómarann og margt annað en þetta eru okkar mistök. Við hefðum getað drepið leikinn en gerðum það ekki," sagði Xavi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner