Tólfan, stuðningsmannsveit íslenska landsliðsins, er með almennilega dagskrá í tilefni þess að Ísland og Tékkland mætast í stórleik á Laugardalsvelli í kvöld.
Tólfan er núna á Ölveri í Glæsibæ, sínum heimavelli, en þar verður dúndurdagskrá fram að leik þar sem Hermann Hreiðarsson og Heimir Hallgrímsson koma við sögu.
Eftir leik í kvöld verður svo slegið upp balli en Árni fer yfir dagskrána í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir