Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 23. apríl 2019 17:00
Arnar Daði Arnarsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 9. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Grótta 104 stig
10. Njarðvík 78 stig
11. Afturelding 65 stig
12. Magni 27 stig

10. Grótta
Lokastaða í fyrra: Grótta endaði í 2. sæti 2. deildarinnar í fyrra, með lakari markatölu en Afturelding sem vann deildina. Grótta endaði með einu stigi meira en Vestri sem endaði í 3. sæti deildarinnar.

Þjálfarinn: Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við liði Gróttu fyrir tímabilið í fyrra og kom Gróttu upp í Inkasso-deildina á sínu fyrsta ári. Hann hafði þjálfað yngri flokka félagsins í tvö ár áður en hann tók við meistaraflokki félagsins.

Styrkleikar: Mjög vel þjálfað lið og góð liðsheild. Leikmenn vita sín hlutverk og til hvers er ætlast af þeim. Liðið er byggt upp á heimamönnum. Eru með þræl efnilega leikmenn í liðinu sem gætu blómstrað í sumar. Það er mikil stemning fyrir sumrinu á Seltjarnarnesinu.

Veikleikar: Liðið spilar áhættusaman fótbolta sem gæti leitt til þess að þeim yrði refsað. Leikmannahópurinn samanstendur af leikmönnum sem hafa litlað reynslu af Inkasso-deildinni.

Lykilmenn: Óliver Dagur Thorlacius, Pétur Theodór Árnason, Valtýr Már Michaelsson

Gaman að fylgjast með: Óliver Dagur Thorlacius er tvítugur leikmaður uppalinn í KR. Hann lék með Gróttu í 2. deildinni í fyrra og skoraði þar 11 mörk í 21 leik. Hann er að hefja sitt annað tímabil með Gróttu.

Komnir:
Axel Sigurðarson frá KR (á láni)
Bjarki Leósson frá KR (á láni)

Farnir:
Ásgrímur Gunnarsson
Sindri Már Friðriksson

Fyrstu þrír leikir Gróttu
5. maí Víkingur Ó. - Grótta
10. maí Grótta - Þróttur R.
18. maí Þór - Grótta
Athugasemdir
banner
banner
banner