Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 22. apríl 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 11. sæti
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Raggi Óla
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Afturelding 65 stig
12. Magni 27 stig

12. Afturelding
Lokastaða í fyrra: Afturelding vann 2. deildina í fyrra eftir harða baráttu við Gróttu og Vestra. Afturelding stóð uppi sem sigurvegari með betri markatölu en Grótta. Liðið skoraði flest mörk í 2. deildinni í fyrra, 58 mörk alls. Afturelding lék síðast í Inkasso-deildinni árið 2009.

Þjálfarinn: Arnar Hallsson tók við Aftureldingu fyrir síðasta tímabil og tryggði liðinu upp í Inkasso-deildina á sínu fyrsta tímabili. Hann þjálfaði yngri flokka hjá HK áður en hann tók við meistaraflokksliði Aftureldingar. Einnig hafði hann verið yfirþjálfari hjá Víkingi R. og verið aðstoðarþjálfari hjá ÍR.

Styrkleikar: Það er góð stemning í hópnum og liðið kemur inn í deildina með sjálfstraust eftir að hafa unnið 2. deildina síðasta tímabil. Leikmannahópurinn er ungur og margir leikmenn vilja sanna sig í Inkasso-deildinni. Sóknarleikurinn var mjög góður í 2. deildinni í fyrra.

Veikleikar: Liðið er ungt og óreynt og margir leikmenn með litla reynslu í Inkasso-deildinni. Liðið er ekki enn fullmannað og aðeins mánuði fyrir mót lét Afturelding Argentínumanninn, Ivan Moran fara frá liðinu sem átti að vera miðvörður í liðinu. Afturelding er að gera dauðaleit í leit af miðverði fyrir sumarið. Miklar breytingar hafa orðið á liðinu frá síðasta tímabili og liðið ekki styrkt sig mikið.

Lykilmenn: Loic Ondo, Andri Freyr Jónasson, Ásgeir Örn Arnþórsson.

Gaman að fylgjast með: Andri Freyr Jónasson. Tvítugur framherji sem fór á kostum í 2. deildinni í fyrra og skoraði 21 mark í deildinni fyrir Aftureldingu.

Komnir:
Ásgeir Örn Arnþórsson frá Fylki
Djordje Panic frá KR
Georg Bjarnason frá Víkingi R.
Kári Steinn Hlífarson frá KFG
Ragnar Már Lárusson frá ÍA
Sigfús Kjalar Árnason frá Víkingi R.
Trausti Sigurbjörnsson frá Leikni R.

Farnir:
Alonso Sanchez Gonzalez til Spánar
Andri Hrafn Sigurðsson í Þrótt V.
Bjarki Ragnar Sturlaugsson í Fylki (var á láni)
Hafliði Sigurðsson í Fylki (var á láni)
Jose Antonio Dominguez Borrego til Spánar
Jose Miguel Gonzalez Barranco til Spánar
Kristófer Örn Jónsson hættur
Ómar Atli Sigurðsson í ÍR
Ólafur Frímann Kristjánsson hættur

Fyrstu þrír leikir Aftureldingu
4. maí Þór - Afturelding
10. maí Afturelding - Leiknir R.
17. maí Keflavík - Afturelding
Athugasemdir
banner