Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 23. apríl 2019 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 10. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Njarðvík 78 stig
11. Afturelding 65 stig
12. Magni 27 stig

10. Njarðvík
Lokastaða í fyrra: Sem nýliðar í Inkasso-deildinni í fyrra enduðu Njarðvíkingar í 6. sæti deildarinnar með 27 stig , níu stigum frá falli. Njarðvík endaði tímabilið á þremur sigur leikjum í röð.

Þjálfarinn: Rafn Markús Vilbergsson tók við Njarðvík undir lok sumars 2016 og forðaði liðinu frá falli í 2. deildinni það ár. Hann kom liðinu síðan upp um deild á sínu fyrsta heila tímabili og hélt liðinu síðan uppi í Inkasso-deildinni í fyrra, nokkuð sannfærandi.

Styrkleikar: Þrátt fyrir miklar breytingar á liðinu frá því í fyrra er stór kjarni leikmanna sem hefur verið lengi saman í Njarðvík. Leikmannahópurinn er virkilega samheldinn, minni og yngri en í fyrra og mikið af heimamönnum. Liðið náði að spila góðan varnarleik í lok síðasta tímabils og fékk aðeins sex mörk á sig í síðustu sjö umferðunum. Það er eitthvað sem hægt er að byggja ofan á.

Veikleikar: Robert Blakala var einn besti markvörður deildarinnar í fyrra er horfinn af braut og það verður erfitt fyrir Njarðvíkinga að fylla hans skarð. Liðið skoraði næst fæst mörk allra liða í deildinni í fyrra og þarf liðið meiri afgerandi markaskorara. Liðið náði í alltof fá stig á heimavelli í fyrra.

Lykilmenn: Andri Fannar Freysson, Kenneth Hogg og Brynjar Freyr Garðarsson.

Gaman að fylgjast með: Brynjar Atli Bragason. Unglingalandsliðsmarkvörður sem spilaði alla leiki Njarðvíkur í Lengjubikarnum fæddur árið 2000. Á hann að fylla skarð Pólverjans, Robert Blakala?

Komnir:
Atli Geir Gunnarsson frá Keflavík
Alexander Helgason frá Haukum
Davíð Guðlaugsson frá Víði Garði
Denis Hoda frá KH
Andri Gíslason frá Víði G.
Guillermo González Lamarca frá Skallagrími

Farnir:
Luka Jagacic í Reyni S.
Magnús Þór Magnússon í Keflavík
Neil Slooves til Skotlands
Robert Blakala til Póllands

Fyrstu þrír leikir Njarðvíkur
5. maí Þróttur R. - Njarðvík
11. maí Njarðvík - Þór
17. maí Leiknir R. - Njarðvík
Athugasemdir
banner
banner
banner