Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz til Bayerrn
   fös 13. maí 2011 09:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 1.deild karla: 1. sæti
Gary Martin, sóknarmaður Skagamanna.
Gary Martin, sóknarmaður Skagamanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stúkan góða á Skipaskaga.
Stúkan góða á Skipaskaga.
Mynd: Fótbolti.net - Vilbogi M. Einarsson
Mark Doninger í leik á undirbúningstímabilinu.
Mark Doninger í leik á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynir Leósson er í hjarta varnarinnar.
Reynir Leósson er í hjarta varnarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ÍA 237 stig
2. Selfoss 200 stig
3. Leiknir 199 stig
4. Fjölnir 192 stig
5. Haukar 145 stig
6. Víkingur Ó. 122 stig
7. ÍR 116 stig
8. BÍ/Bolungarvík 105 stig
9. KA 103 stig
10. HK 63 stig
11. Þróttur 60 stig
12. Grótta 42 stig

1. ÍA
Heimasíða: kfia.is
Lokastaða í fyrra: 5. sæti í 1. deild

Skagamönnum er spáð sigri í 1. deildinni þriðja árið í röð. Síðustu tvö ár hefur liðið valdið miklum vonbrigðum þegar út í alvöruna er komið. Liðið byrjaði síðasta tímabil mjög illa og náði ekki sigri fyrr en í sjöttu umferð. ÍA náði betur saman á lokasprettinum og hafnaði í fimmta sætinu. Á undirbúningstímabilinu hefur þeim gulu gengið mjög vel og virðast komnir með réttu blönduna af reynsluboltum og yngri leikmönnum. Þeir fljúga upp í sumar ef spáin rætist.

Hvað segir Garðar Gunnar? Garðar Gunnar Ásgeirsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Garðar hefur verið sérfræðingur útvarpsþáttar Fótbolta.net um neðri deildirnar síðustu ár. Hann þjálfaði á sínum tíma meistaraflokk Leiknis í Breiðholti með góðum árangri.

Skagamenn virðast vera búnir að ná að móta hörkulið eftir mögur ár. Það sem hefur einkennt liðið undanfarin ár er að það hefur verið frábært á undirbúningstímabilinu en ekki náð að skila því inn í deildina.

Styrkleikar: Þeir eru með betra lið í höndunum núna en þeir hafa verið með síðustu tvö ár. Byrjunarliðið er hörkugott og þeir hafa besta senter deildarinnar í Gary Martin, hann er jafnvel besti framherji landsins. Þeir hafa góðan markvörð og reynslumikið miðvarðapar.

Veikleikar: Það er stór spurning hvernig þeir ná að komast inn í sumarið eftir mjög góðan vetur. Veikleikar liðsins eru í raun sálræns eðlis. Undanfarin tvö ár hafa efni staðið til að þeir yrðu góðir yfir sumarið. Það verður spennandi að sjá hvort þeir falli á stóra prófinu þriðja árið í röð eða ekki.

Lykilmenn: Reynir Leósson, Heimir Einarsson og Gary Martin.

Gaman að fylgjast með: Andri Adolphsson og Ragnar Leósson. Þá verður gaman að sjá miðjumanninn Mark Doninger sem var hjá Newcastle. Ég hlakka til að sjá hvernig hann kemur inn í þetta.



Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Þjálfarinn
Þórður Þórðarson lék sem markvörður ÍA á sínum tíma en hann tók við þjálfun liðsins á miðju tímabili 2009 þegar Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir létu af störfum. Fram að því hafði hann verið þeim bræðrum innan handar sem aðstoðarþjálfari.

Komnir:
Dean Martin frá KA
Mark Doninger frá Írlandi
Reynir Leósson frá Val

Farnir:
Andri Júlíusson í Fram
Árni Thor Guðmundsson í fríi frá fótbolta


Fyrstu leikir ÍA 2011:
13. maí: HK - ÍA
19. maí: ÍA - Þróttur
28. maí: Selfoss - ÍA
banner