Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
   þri 29. mars 2011 22:12
Elvar Geir Magnússon
Kári Ársæls: Mark frá Viktori á hverjum tíu mínútum
Kári Ársælsson, fyrirliði Breiðabliks, telur að úrslitin í leiknum gegn ÍA í Lengjubikarnum í kvöld hafi verið sanngjörn. Niðurstaðan varð jafntefli 2-2.

„Við ætluðum okkur að vinna í dag og þurftum sigur til að koma okkur eitthvað áfram í þessum riðli. En ætli maður verði ekki að segja að þetta hafi verið þokkalega sanngjörn úrslit," sagði Kári eftir leik.

Það vantaði sterka leikmenn í Breiðabliksliðið en til að mynda voru strákarnir sem voru með U21-landsliðinu ekki með í leiknum.

„Það er alltof mikið af góðum mönnum í þessu liði að láta velja sig í landsliðið. Það vantaði fimm í dag en þeir sem komu inn stóðu sig bara vel. Það er líka mikilvægt að þeir fái leiki upp á reynsluna og annað svo við lítum jákvæðum augum á það," sagði Kári léttur en eftir erfiða byrjun á árinu eru Blikar að finna betri takt.

„Við byrjuðum árið á botninum og erum hægt og bítandi að vinna okkur áfram. Við erum að ná því aftur upp að halda boltanum og spila eins og við gerðum hérna í restina. Þetta er allt að koma."

Viktor Unnar Illugason kom inn sem varamaður í kvöld en hann er að stíga úr meiðslum. Hann var ekki lengi að stimpla sig inn og skoraði síðasta mark leiksins beint úr aukaspyrnu. „Ég held að það verði núna mark á hverjum tíu mínútum frá honum," sagði Kári Ársælsson í léttum tón.

Hægt er að sjá viðtalið við Kára í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
banner
banner