Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 16:00
Brynjar Ingi Erluson
María skoraði í langþráðum sigri
Kvenaboltinn
María skoraði er Linköping vann loksins deildarleik
María skoraði er Linköping vann loksins deildarleik
Mynd: Guðmundur Svansson
María Catharina Ólafsdóttir Gros var á skotskónum er Linköping vann langþráðan og mikilvægan 3-0 sigur á Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Tímabilið hefur verið heldur erfitt og þungt til þessa, en fyrir leikinn var liðið í neðsta sæti með aðeins fimm stig og ekki unnið leik síðan í apríl, sem kom gegn botnliðinu á þeim tíma.

Annar sigurinn kom loksins í hús í dag. María gerði fyrsta markið á 33. mínútu og bættu stöllur hennar við öðru aðeins þremur mínútum síðar.

Fimmtán mínútum fyrir leikslok gerði Keera Melenhorst út um leikinn og annar sigur Linköping staðreynd. Linköping spyrnti sér af botninum og í næst neðsta sæti með 8 stig, níu stigum frá öruggu sæti.

Marie Jóhannsdóttir var í byrjunarliði Molde sem gerði 1-1 jafntefli við Kil/Hemne í norsku B-deildinni. Daníela Dögg Guðnadóttir var á meðan ónotaður varamaður hjá Álasundi sem vann Odd, 2-1.

Álasund er á toppnum með 33 stig en Molde í 3. sæti með 28 stig þegar fimmtán umferðir hafa verið leiknar.
Athugasemdir
banner
banner