Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 15:25
Brynjar Ingi Erluson
Amorim útskýrir bekkjarsetu Onana og Sesko - „Ákvarðanir sem stjórinn þarf að taka“
Ruben Amorim
Ruben Amorim
Mynd: EPA
Ruben Amorim, stjóri Manchester United, hefur útskýrt bekkjarsetu þeirra André Onana og Benjamin Sesko fyrir leikinn gegn Fulham á Craven Cottage í dag.

Onana var ekki í hópnum gegn Arsenal í 1. umferð deildarinnar og sagði Amorim þá að Altay Bayindir og Tom Heaton hafi æft betur en Onana og því hafi hann valið þá.

Kamerúninn sneri aftur í hópinn í dag en þarf að sætta sig við sæti á bekknum. Man Utd er að ganga frá kaupum á belgíska markverðinum Senne Lammens sem er væntanlega ætlað að vera markvörður númer eitt.

„Þetta eru bara ákvarðanir sem stjórinn þarf að taka. Ég reyni að sjá leikinn fyrir mér og ímynda mér hvernig næsti leikur verður og reyni því að setja þá leikmenn sem ég tel besta til þess að vinna leikinn. Ég gerði það,“ sagði Amorim.

Sesko, sem United keypti fyrir fúlgur fjár frá RB Leipzig fyrir tveimur vikum, er á bekknum annan leikinn í röð.

„Við reynum að ímynda okkur hvað mun gerast í leiknum. Okkar leikur þarf að vera staðfastur þannig við getum stjórnað honum. Við þurfum að hafa möguleika á bekknum til þess að spila öðruvísi leik.“

„Sesko hefur verið hjá okkur í tvær vikur og er enn að reyna skilja allt. Ég reyni að skilja hvernig þessir litlu hlutir eru fyrir leikmanninn og ræði oft við leikmenn þannig stundum þurfum við að bíða aðeins – með það í huga að við séum að hjálpa leikmanninum. Við viljum bara vinna leikinn,“
sagði Amorim fyrir leikinn.
Athugasemdir
banner