Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Renato Sanches til Panathinaikos (Staðfest)
Mynd: Panathinaikos
Portúgalski miðjumaðurinn Renato Sanches er mættur til Panathinaikos á láni frá Paris Saint-Germain í Frakklandi, en þessi skipta þykja vera stór yfirlýsing hjá gríska félaginu.

Panathinaikos hefur sótt nokkur stór nöfn í sumarglugganum, þar á meðal Davide Calabria, fyrrum fyrirliða AC Milan.

Sanches hefur þó margt að sanna eftir mikil vonbrigði síðustu ár, en níu áru frá því hann var valinn efnilegasti leikmaður Evrópumótsins í Frakklandi.

Bayern München keypti hann frá Benfica eftir mótið og allir fullvissir um að þarna væri ný stjarna fædd, en hann hefur ekki náð að uppfylla þær væntingar sem gerðar voru til hans.

Erfið meiðsli eiga vissulega stóran þátt í þessum vonbrigðum, en ekki allan. Sanches gekk í gegnum endurnýjun lífdaga hjá Lille frá 2019 til 2022, þar sem liðið varð óvænt franskur deildarmeistari.

Eftir það var hann keyptur til Paris Saint-Germain en náði ekki að festa sig í sessi. Síðustu tvö tímabil hefur hann verið á láni hjá Roma og síðan uppeldisfélaginu sínu, Benfica, en þau kusu gegn því að gera skiptin varanleg.

Sanches reynir nú enn einu sinni að koma ferlinum aftur af stað og telur hann Aþenu rétta staðinn til að gera það. Hann kemur á láni út tímabilið.

Portúgalinn verður liðsfélagi Sverris Inga Ingasonar, sem er í fyrirliðahóp Panathinaikos.

Panathinaikos mætir Samsunspor í síðari leik liðanna í umspili um sæti í Evrópudeildinni í vikunni áður en gríska úrvalsdeildin fer af stað.


Athugasemdir
banner
banner