Sky Sports valdi Jack Grealish besta mann leiksins í 2-0 sigri Everton á Brighton á Hill Dickinson-leikvanginum í Liverpool-borg í dag.
Grealish kom til Everton á láni frá Manchester City í sumar og spilaði sinn fyrsta leik í síðustu umferð er hann kom inn á í 1-0 tapi gegn nýliðum Leeds.
Hann byrjaði sinn fyrsta leik í dag og sýndi öllum hvað hann er fær um að gera með tveimur stoðsendingum.
„Þetta var rosalegt. Ég elskaði tíma minn hjá Manchester City og átti fjögur frábær ár þar og vann fullt af titlum, en í sumar taldi ég rétta tímann fyrir breytingar. Ég vissi að þetta væri rétti staðurinn fyrir mig eftir að hafa talað við David Moyes á FaceTime.“
„Í raun voru margar ástæður fyrir því að ég ákvað að koma og þið sáuð þær í dag,“ sagði Grealish.
Fær 8 frá Sky
Grealish var valinn maður leiksins með 8 í einkunn frá Sky, en Jordan Pickford, Iliman Ndiaye, James Garner og Tim Iroegbunam komu næstir á eftir honum með 7.
Everton: Pickford (7), O’Brien (6), Tarkowski (5), Keane (6), Garner (7), Gueye (6), Iroegbunam (7), Dewsbury-Hall (6), Ndiaye (7), Grealish (8), Barry (6).
Varamenn: Beto (6), Alcaraz (6), McNeil (5), Armstrong.
Brighton: Verbruggen (5), Wieffer (6), Van Hecke (6), Dunk (6), De Cuyper (5), Baleba (5), Ayari (6), O’Riley (6), Minteh (7), Mitoma (7), Welbeck (5).
Varamenn: Hinshelwood (6), Kadioglu (6), Gomez (6).
Athugasemdir