Valsmenn fögnuðu 100 ára afmæli sínu í gær. Hluti af afmælisdagskránni var leikur Vals og ÍBV í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar.
Valsmenn fengu enga afmælisgjöf frá Eyjamönnum því Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði eina mark leiksins með frábæru skoti í viðbótartíma.
Tryggvi Guðmundsson leikmaður ÍBV fékk rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks en tíu Eyjamenn héldu út.
Hér að ofan má sjá svipmyndir úr stúkunni í gær.
























