HK féll í dag úr 1. deildinni eftir 2-0 tap gegn Haukum á Kópavogsvelli. Eyþór Helgi Birgisson viðurkennir að þetta sé gríðarlega erfiður biti að kyngja.
Lestu um leikinn: HK 0 - 2 Haukar
,,Maður er eiginlega næstum því farinn að gráta. Þetta er mjög svekkjandi," sagði Eyþór Helgi við Fótbolta.net eftir leikinn.
,,Við áttum færi en maður verður að nýta færin ef maður ætlar að skora í leik. En við gerðum það ekki í dag og þannig fór sem fór. Ég er bara orðlaus, ég veit ekkert hvað ég get sagt við þessu."
Viðtalið við Eyþór Helga má sjá í heild sinni hér að ofan en hann segir stefnuna að sjálfsögðu vera að fara beint upp aftur.