Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   lau 17. september 2011 18:43
Hafliði Breiðfjörð
Leiknismenn sendu 10 kassa af bjór til leikmanna HK
Leiknir náði á ótrúlegan hátt að bjarga sæti sínu í 1. deild karla í dag með því að vinna 4-1 á meisturum ÍA á heimavelli sínum í Breiðholti.

HK hafði á sama tíma unnið 1-0 sigur á Gróttu en Seltirningarnir hefðu aðeins þurft stig til að bjarga sér í dag.

Í þakklætisskyni sendu Leiknismenn gjöf til HK manna í Kópavoginn.

Bjarni Björnsson formaður meistaraflokksráðs Leiknis brunaði nefnilega beint í Kópavoginn eftir leik með 10 kassa af bjór til HK manna sem fyrir voru sjálfir fallnir.
banner
banner