Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 17:59
Ívan Guðjón Baldursson
Úlfarnir borga rúmar 25 milljónir fyrir Krejcí
Krejcí stóð sig vel með Girona og gæti skipt yfir í ensku úrvalsdeildina.
Krejcí stóð sig vel með Girona og gæti skipt yfir í ensku úrvalsdeildina.
Mynd: EPA
Wolves er í viðræðum við Girona um kaup á tékkneska miðverðinum Ladislav Krejcí. Hann mun koma til með að kosta um 25 til 30 milljónir punda.

Krejcí er 26 ára gamall tékkneskur landsliðsmaður sem gekk til liðs við Girona úr röðum Sparta Prag í fyrrasumar. Hann stóð sig vel á sínu fyrsta tímabili í spænska boltanum og núna vilja Úlfarnir kaupa hann í ensku úrvalsdeildina.

Hjá Wolves mun hann berjast við fyrirliðann Toti Gomes og Emmanuel Agbadou um sæti í byrjunarliðinu. Krejcí getur einnig leikið sem varnarsinnaður miðjumaður.

Hann spilaði 36 leiki fyrir Girona á síðustu leiktíð og lék allan leikinn í fyrstu umferð á nýju tímabili í spænsku deildinni.

Krejcí verður sjötti leikmaðurinn sem Úlfarnir kaupa til sín í sumar.

   19.08.2025 09:43
Hraðasti leikmaður Ítalíu til Wolves (Staðfest)

Athugasemdir
banner