Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
   mán 05. mars 2012 14:44
Magnús Már Einarsson
Ásgeir Gunnar í Fram (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hefur gengið í raðir Fram en hann fékk félagaskipti í dag. Ásgeir gæti leikið sinn fyrsta leik með Fram á morgun þegar liðið mætir Breiðabliki í Lengjubikarnum.

Þessi 31 árs gamli varnar og miðjumaður yfirgaf herbúðir FH fyrr í vetur og hefur verið án félags síðan þá. Hann hefur æft með Fram að undanförnu og nú hefur hann gengið í raðir félgasins.

,,Ég er búinn að vera æfa með þeim, það er búið að ganga mjög vel og ég er alveg laus við meiðsli," sagði Ásgeir Gunnar við Fótbolta.net fyrir helgi.

Ásgeir er uppalinn hjá FH en sneri aftur til félagsins árið 2002 eftir nokkur ár í Stjörnunni. Síðan þá hefur hann leikið 170 leiki fyrir FH í deild og bikar og skorað í þeim 25 mörk. Á þeim tíma varð hann fimm sinnum Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari.

Hann hefur leikið 3 leiki fyrir A-landslið Íslands, alla árið 2007 í undankeppni Evrópumóts landsliða 2008.
Athugasemdir
banner
banner
banner