mán 27. ágúst 2012 18:44
Elvar Geir Magnússon
Aron setti fernu og sló met - Þrjú á tæpum 4 mínútum
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Aron Jóhannsson, leikmaður AGF, setti í dag nýtt met í dönsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði þrennu á 3 mínútum og 50 sekúndum í leik gegn AC Horsens á útivelli.

Aron bætti svo fjórða markinu við í seinni hálfleik en AGF vann 4-1 sigur.

Fyrstu þrjú mörk hans er sneggsta þrenna í sögu dönsku deildarinnar en hinn þekkti Ebbe Sand átti fyrra metið sem var frá 1997. Hann skoraði þrennu á 4 mínútum og 2 sekúndum árið 1997.

Fyrsta mark Arons kom á 32. mínútu leiksins en á 67. mínútu var Aroni skipt af velli og var klappað lof í lófa frá stuðningsmönnum AGF.

Fyrir leikinn var Horsens í áttunda sæti deildarinnar en AGF í því níunda.
Athugasemdir
banner
banner
banner