Arsenal reynir við Coman - Felix gæti snúið aftur til Chelsea - Ederson fer ekki til Sádi-Arabíu
   mán 29. október 2012 17:56
Elvar Geir Magnússon
Fjalar Þorgeirsson í Val (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjalar Þorgeirsson hefur gengið til liðs við Val. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins en Fjalar var varamarkvörður KR á liðnu sumri. Semur hann við Val til þriggja ára.

Fjalar hefur einnig leikið með Þrótti, Fram og Fylki. Þessi reynslumikli markmarður hefur leikið 241 leik í deild og bikar og á eina fimmtán landsleiki að baki með landsliðum Íslands.

„Þegar sá möguleiki opnaðist að Valur hefði áhuga og síðan eftir fund með Magga Gylfa - Var aldrei spurning um að ganga til liðs við Val. Ekki skemmir það heldur að ég á mjög góðar tengingar inn í félagið, en Málfríður konan mín hefur alla tíð spilað fyrir Val," sagði Fjalar við heimasíðu Vals.

Markmannsmál Vals hafa verið í óvissu en Sindri Snær Jensson yfirgaf félagið eftir nýliðið tímabil. Fótbolti.net greindi frá því um helgina að Fjalar væri í viðræðum við Val en félagið vill einnig fá miðjumanninn Sam Hewson sem lék með Fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner