Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   mið 05. desember 2012 13:00
Elvar Geir Magnússon
Stjóri Preston borgaði bensín og drykki fyrir stuðningsmenn
Vegna úrkomu og bleytu á vellinum var leik Bury og Preston North End í bikarkeppni neðri deildar liða sem fram átti að fara í gær frestað.

Hópur stuðningsmanna Preston höfðu ferðast í leikinn með smárútu og urðu eðlilega fyrir vonbrigðum að fara fýluferð.

Áður en þeir lögðu af stað heim aftur komu þeir við á bensínstöð og hittu þar Graham Westley, knattspyrnustjóra Preston.

Westley þakkaði fyrir stuðninginn með því að kaupa drykki handa þeim öllum og borga bensín fyrir þá.

Nokkrir af stuðningsmönnunum lýstu ánægju sinni á Twitter og einn setti inn myndband á Youtube.
Athugasemdir