Heimild: Eyjafréttir
Ungur miðjumaður frá Gautaborg til skoðunar
Benjani Mwaruwari, fyrrum leikmaður Manchester City og Portsmouth, mun ekki koma til Íslands og skoða aðstæður hjá ÍBV í þessari viku. Hann er þó væntanlegur til landsins síðar en Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV greinir frá þessu í pistli á Facebook síðu stuðningsmanna ÍBV.
ÍBV mætir ÍA í Fótbolta.net mótinu í Akraneshöllinni á laugardag. Þar mun liðið skoða markvörðinn Eric Reyes frá Puertó Ríkó sem og Agnar Braga Bergsson ungan leikmann sem ólst upp hjá IFK Gautaborg. Benjani mætir hins vegar síðar til Íslands.
,,Á laugardaginn stóð til að þrír leikmenn kæmu og spiluðu með okkur gegn ÍA en það mun dragast eitthvað að Benjani komi en hann kemur," segir Óskar í pistlinujm.
,,Markmaðurinn Eric Reyes er kominn og hefur æft með okkur síðan á mánudag, Miðjumaðurinn Arnar Bragi er væntanlegur til okkar í dag frá Svíþjóð en hann er uppalinn hjá Gautaborg og mun hann dvelja hjá okkur í viku. Hemmi (Hermann Hreiðarsson) er með fleiri járn í eldinum og mun það skýrast á næstu dögum hvað úr því verður."
Agnar Bragi er fæddur árið 1993 en hann hefur leikið með yngri liðum Gautabog. Þá á hann að baki leiki með yngri landsliðum Íslands.
Óskar Örn segir í pistli sínum að Eyjamenn minnka kostnað við rekstur deildarinnar um 15 til 20% á milli ára. Margir fastamenn eru horfnir á braut frá því á síðasta tímabili en Óskar segir að ÍBV verði áfram með öfluga vörn.
,,Við verðum áfram með eina bestu vörn landsins þó svo að Rasmus (Cristiansen) hafi yfirgefið okkur þá höfum við fengið Eið Aron og Hermann inn en hann ætlar að vera klár ef á þarf að halda," skrifar Óskar Örn í pistli sínum.
Athugasemdir