Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 08. nóvember 2013 13:00
Magnús Már Einarsson
Gunnleifur spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Edin Dzeko skorar þrennu samkvæmt spá Gulla.
Edin Dzeko skorar þrennu samkvæmt spá Gulla.
Mynd: Getty Images
Doddi litli fékk sex rétta þegar hann spáði í leiki síðustu umferðar í ensku úrvalsdeildinni en hann spáði meðal annars hárrétt fyrir um 7-0 sigur Manchester City á Norwich.

Gunnleifur Gunnleifsson er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Króatíu í umspili í næstu viku en hann spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni.

Aston Villa 0 - 0 Cardiff (15:00 á morgun)
Þessi leikur fer 0-0 ef Aron er með. Ef Aron verður ekki með þá vinnur Aston Villa 2-0.

Chelsea 1 - 2 WBA (15:00 á morgun)
Steve Clarke þekkir Mourinho og kemur á óvart með því að ná í 2-1 sigur með West Brom.

Crystal Palace 0 - 5 Everton (15:00 á morgun)
Lukaku gerir fimm mörk á móti lélegasta liði ensku úrvalsdeildarinnar fyrr og síðar.

Liverpool 1 - 2 Fulham (15:00 á morgun)
Það verða engin óvænt úrslit þarna og Fulham sigrar 2-1. Luis Suarez skorar fyrir Liverpool en Kosta Ríka maðurinn sæti Bryan Ruiz skorar bæði fyrir Fulham.

Southampton 1 - 0 Hull (15:00 á morgun)
Southampton er að mínu mati eitt skemmtilegasta lið deildarinnar. Mér finnst Hull líka spennandi sem kemur á óvart því Steve Bruce er með þá. Ég held að Southampton haldi áfram frábæru gengi sínu og vinni 1-0 með marki frá Osvaldo.

Norwich 0 - 0 West Ham (17:30 á morgun)
Norwich voru arfalélegir á Ethiad um daginn. Þeir múra fyrir markið og þetta verður steindautt 0-0.

Tottenham 1 - 0 Newcastle (12:00 á sunnudag)
Ef að Gylfi startar þá vinnur Tottenham 1-0 þar sem Soldado skorar úr vítaspyrnu eins og venjulega. Ef Gylfi byrjar ekki þá fer þetta 0-0.

Sunderland 0 - 6 Manchester City (14:05 á sunnudag)
Það stöðvar ekkert maskínuna frá Manchester þessa dagana og þetta fer 0-6. Edin Dzeko gerir þrennu og Aguero, Negredo og David Silva skora eitt mark hver. Adam Johnson fær rautt spjald hjá Sunderland.

Swansea 1 - 2 Stoke (16:10 á sunnudag)
Vorm er í banni og þá er Swansea í veseni. Swansea hefur verið svolítið í því að fá á sig mörk á síðustu mínútunu í vetur. Þeir halda því áfram og tapa 2-1.

Manchester United 1 - 3 Arsenal (16:10 á sunnudag)
Þetta er næststærsti leikur helgarinnar. Arsenal vinnur 3-1 og verða miklu betri í leiknum. Doddi litli rífur niður Luke Chadwick plakötin sín af veggjunum í bræði eftir leik.

Eldri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Athugasemdir
banner
banner