Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   lau 05. september 2015 17:01
Alexander Freyr Tamimi
Aymeric Laporte: Við erum með miklu betri leikmenn
Laporte í baráttunni við Elías Már Ómarsson í dag.
Laporte í baráttunni við Elías Már Ómarsson í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aymerick Laporte, fyrirliði franska U21 landsliðsins, var að vonum hundfúll eftir 3-2 tap gegn Íslandi í undankeppni EM 2017 á Kópavogsvelli í dag.

Frakkar misstu mann snemma af velli og segir Laporte, sem er lykilmaður hjá spænska stórliðinu Athletic Bilbao, að munað hafi um liðsmuninn.

„Við héldum að við myndum snúa aftur heim með sigur. Það reyndist ekki mögulegt og það eru mistök af okkar hálfu. Það verður erfitt að komast áfram en við gáfum allt í þetta og vorum að spila vel þó það hafi verið mikil barátta. Við reyndum að vinna leikinn allt til enda," sagði Laporte við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Auðvitað, þegar þú spilar manni færri er það miklu erfiðara. Okkur tókst að jafna metin en þeir skora tvö mörk eftir það sem við gáfum þeim, en svona er þetta."

Aðspurður hvort að íslenska liðið hafi heillað Laporte, virðist það hafa verið fjarri sanni.

„Nei, bara alls ekki. Ég tel að ef við hefðum verið ellefu allan leikinn hefðum við náð mjög góðum úrslitum. Við spiluðum 10 gegn 11 og það var eina vandamálið, einstaklingslega séð tel ég að hver einasti leikmaður franska liðsins sé miklu betri en leikmenn Íslands og það er í raun það eina sem ég hef að segja," sagði Laporte hundfúll.
Athugasemdir
banner