29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 05. september 2015 17:01
Alexander Freyr Tamimi
Aymeric Laporte: Við erum með miklu betri leikmenn
Laporte í baráttunni við Elías Már Ómarsson í dag.
Laporte í baráttunni við Elías Már Ómarsson í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aymerick Laporte, fyrirliði franska U21 landsliðsins, var að vonum hundfúll eftir 3-2 tap gegn Íslandi í undankeppni EM 2017 á Kópavogsvelli í dag.

Frakkar misstu mann snemma af velli og segir Laporte, sem er lykilmaður hjá spænska stórliðinu Athletic Bilbao, að munað hafi um liðsmuninn.

„Við héldum að við myndum snúa aftur heim með sigur. Það reyndist ekki mögulegt og það eru mistök af okkar hálfu. Það verður erfitt að komast áfram en við gáfum allt í þetta og vorum að spila vel þó það hafi verið mikil barátta. Við reyndum að vinna leikinn allt til enda," sagði Laporte við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Auðvitað, þegar þú spilar manni færri er það miklu erfiðara. Okkur tókst að jafna metin en þeir skora tvö mörk eftir það sem við gáfum þeim, en svona er þetta."

Aðspurður hvort að íslenska liðið hafi heillað Laporte, virðist það hafa verið fjarri sanni.

„Nei, bara alls ekki. Ég tel að ef við hefðum verið ellefu allan leikinn hefðum við náð mjög góðum úrslitum. Við spiluðum 10 gegn 11 og það var eina vandamálið, einstaklingslega séð tel ég að hver einasti leikmaður franska liðsins sé miklu betri en leikmenn Íslands og það er í raun það eina sem ég hef að segja," sagði Laporte hundfúll.
Athugasemdir