Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 05. september 2015 17:01
Alexander Freyr Tamimi
Aymeric Laporte: Við erum með miklu betri leikmenn
Laporte í baráttunni við Elías Már Ómarsson í dag.
Laporte í baráttunni við Elías Már Ómarsson í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aymerick Laporte, fyrirliði franska U21 landsliðsins, var að vonum hundfúll eftir 3-2 tap gegn Íslandi í undankeppni EM 2017 á Kópavogsvelli í dag.

Frakkar misstu mann snemma af velli og segir Laporte, sem er lykilmaður hjá spænska stórliðinu Athletic Bilbao, að munað hafi um liðsmuninn.

„Við héldum að við myndum snúa aftur heim með sigur. Það reyndist ekki mögulegt og það eru mistök af okkar hálfu. Það verður erfitt að komast áfram en við gáfum allt í þetta og vorum að spila vel þó það hafi verið mikil barátta. Við reyndum að vinna leikinn allt til enda," sagði Laporte við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Auðvitað, þegar þú spilar manni færri er það miklu erfiðara. Okkur tókst að jafna metin en þeir skora tvö mörk eftir það sem við gáfum þeim, en svona er þetta."

Aðspurður hvort að íslenska liðið hafi heillað Laporte, virðist það hafa verið fjarri sanni.

„Nei, bara alls ekki. Ég tel að ef við hefðum verið ellefu allan leikinn hefðum við náð mjög góðum úrslitum. Við spiluðum 10 gegn 11 og það var eina vandamálið, einstaklingslega séð tel ég að hver einasti leikmaður franska liðsins sé miklu betri en leikmenn Íslands og það er í raun það eina sem ég hef að segja," sagði Laporte hundfúll.
Athugasemdir
banner