Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   lau 05. september 2015 17:01
Alexander Freyr Tamimi
Aymeric Laporte: Við erum með miklu betri leikmenn
Laporte í baráttunni við Elías Már Ómarsson í dag.
Laporte í baráttunni við Elías Már Ómarsson í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aymerick Laporte, fyrirliði franska U21 landsliðsins, var að vonum hundfúll eftir 3-2 tap gegn Íslandi í undankeppni EM 2017 á Kópavogsvelli í dag.

Frakkar misstu mann snemma af velli og segir Laporte, sem er lykilmaður hjá spænska stórliðinu Athletic Bilbao, að munað hafi um liðsmuninn.

„Við héldum að við myndum snúa aftur heim með sigur. Það reyndist ekki mögulegt og það eru mistök af okkar hálfu. Það verður erfitt að komast áfram en við gáfum allt í þetta og vorum að spila vel þó það hafi verið mikil barátta. Við reyndum að vinna leikinn allt til enda," sagði Laporte við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Auðvitað, þegar þú spilar manni færri er það miklu erfiðara. Okkur tókst að jafna metin en þeir skora tvö mörk eftir það sem við gáfum þeim, en svona er þetta."

Aðspurður hvort að íslenska liðið hafi heillað Laporte, virðist það hafa verið fjarri sanni.

„Nei, bara alls ekki. Ég tel að ef við hefðum verið ellefu allan leikinn hefðum við náð mjög góðum úrslitum. Við spiluðum 10 gegn 11 og það var eina vandamálið, einstaklingslega séð tel ég að hver einasti leikmaður franska liðsins sé miklu betri en leikmenn Íslands og það er í raun það eina sem ég hef að segja," sagði Laporte hundfúll.
Athugasemdir
banner