Aymerick Laporte, fyrirliði franska U21 landsliðsins, var að vonum hundfúll eftir 3-2 tap gegn Íslandi í undankeppni EM 2017 á Kópavogsvelli í dag.
Frakkar misstu mann snemma af velli og segir Laporte, sem er lykilmaður hjá spænska stórliðinu Athletic Bilbao, að munað hafi um liðsmuninn.
Frakkar misstu mann snemma af velli og segir Laporte, sem er lykilmaður hjá spænska stórliðinu Athletic Bilbao, að munað hafi um liðsmuninn.
„Við héldum að við myndum snúa aftur heim með sigur. Það reyndist ekki mögulegt og það eru mistök af okkar hálfu. Það verður erfitt að komast áfram en við gáfum allt í þetta og vorum að spila vel þó það hafi verið mikil barátta. Við reyndum að vinna leikinn allt til enda," sagði Laporte við Fótbolta.net eftir leikinn.
„Auðvitað, þegar þú spilar manni færri er það miklu erfiðara. Okkur tókst að jafna metin en þeir skora tvö mörk eftir það sem við gáfum þeim, en svona er þetta."
Aðspurður hvort að íslenska liðið hafi heillað Laporte, virðist það hafa verið fjarri sanni.
„Nei, bara alls ekki. Ég tel að ef við hefðum verið ellefu allan leikinn hefðum við náð mjög góðum úrslitum. Við spiluðum 10 gegn 11 og það var eina vandamálið, einstaklingslega séð tel ég að hver einasti leikmaður franska liðsins sé miklu betri en leikmenn Íslands og það er í raun það eina sem ég hef að segja," sagði Laporte hundfúll.
Athugasemdir