
EM-Innkastið er hljóðvarpsþáttur sem Fótbolti.net sendir út frá Frakklandi á meðan EM er í gangi. Þátturinn er daglega á meðan Ísland er með á mótinu.
Íslenska liðið og fjölmiðlamenn eru mættir aftur í bækistöðvarnar til Annecy eftir sögulega ferð til Saint-Etienne og áhugi Íslendinga er magnaður.
Elvar Geir Magnússon og Magnús Már Einarsson ræða við Eirík Stefán Ásgeirsson hjá 365 miðlum að þessu sinni. Helsta umræðuefnið er fjaðrafokið í kringum Cristiano Ronaldo.
Einnig er rætt um Ísland og komandi leik gegn Ungverjalandi ásamt því að hárgreiðsla Marik Hamsik, meistaralykt Frakka og sigurlíkur Englands eru til umræðu,
Sjá einnig:
Hlustaðu á EM-Innkastið gegnum Podcast-forrit
EM-Innkastið:
1. þáttur: Læti í Frakklandi
2. þáttur: Messi betri en Ronaldo
3. þáttur: Næturrúta eftir svakalegan leik
Athugasemdir