Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mán 27. júní 2016 22:33
Elvar Geir Magnússon
Nice
„Okkar besti leikur á vonandi enn eftir að koma"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson sagði á fréttamannafundi eftir sigurinn ótrúlega gegn Englandi að íslenska liðið hefði bætt sig í þeim þætti á mótinu að halda boltanum. Hann var sammála þeirri fullyrðingu erlends fréttamanns.

„Án þess að við séum búnir að kryfja leikinn þá er ég sammála. Þetta er líklega okkar besti leikur á mótinu, bæði varnar- og sóknarlega. Varnarlega áttum við ekki í mjög miklum vandræðum, okkur gekk vel að verjast Englendingum," sagði Heimir.

„Þetta var okkar besti leikur til þessa en vonandi á sá besti eftir að koma. Markmið okkar fyrir mótið var að komast upp úr riðlinum. Nú er þetta bara bikarkeppni og allt getur gerst. Ef við gerum eins og við gerðum í kvöld þá getum við unnið hvaða andstæðing sem er."

„Ég held að með þessum sigri muni sjálfstraustið aukast enn frekar í hópnum. Við erum samt raunsæir," sagði Heimir.

Lars Lagerback var spurður að því hvað væri á bak við sigur kvöldsins?

„Við gerðum virkilega vel varnarlega. Allt var til staðar, menn lásu leikinn vel og lögðu sig alla fram. Eftir að við komumst yfir fannst mér við einnig standa okkur mjög vel sóknarlega. Leikmenn voru algjörlega frábærir," sagði Lars.

Þurfti Lars að sannfæra leikmenn um að þeir gætu gert betur í að halda boltanum?

„Við höfum ekki mikinn tíma en augljóslega var það forgangsatriði að fara í þann þátt. Við erum að taka lítil skref í rétta átt," sagði Svínn.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner