Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja af hverju hann er ekki í U21
Túfa: Frekar lítill maður en það er risa hjarta í þessum dreng
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Donni: Hefur fengið þónokkur símtöl
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
„Ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað, alveg galinn“
Láki: Hef þurft að setja saman tvö eða þrjú lið
Lárus Orri: Frábært að vinna ÍBV í roki
Fyrirliðinn segir stöðuna skelfilega - „Auðvitað er maður skíthræddur um að falla með KR“
Óskar: Ég get ekki dottið í hyldýpi þunglyndis
Einar Guðna: Við ætlum að vera þarna á næsta ári
„Verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna á næsta ári"
Ótrúleg fyrstu tvö ár í atvinnumennsku - „Ég elska Ísland"
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kom heim eftir erfiðan tíma í Sviss og er núna tvöfaldur meistari
Birta um magnað sumar: Vorum oft inn í Fífu á morgnana
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
   fös 01. desember 2017 18:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristinn Freyr: Áhugi frá öðrum liðum sem ég skoðaði
Kristinn Freyr er kominn aftur í Val.
Kristinn Freyr er kominn aftur í Val.
Mynd: Arnar Daði
Kristinn Freyr Sigurðsson skrifaði nú síðdegis undir fjögurra ára samning við Íslandsmeistara Vals.

Kristinn kemur til Vals eftir að hafa tekið eitt tímabil í Svíþjóð með Sundsvall. Hann þekkir vel til að Hlíðarenda enda spilaði hann með Val rá 2012 til 2016. Árið 2016 var Kristinn valinn besti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni en hann varð þá næstmarkahæstur.

En af hverju kemur hann heim núna?

„Það eru fyrst og fremst fjölskylduástæður," sagði Kristinn í samtali við Fótbolta.net í dag. „Við fjölskyldan ákváðum að þetta væri það besta í stöðunni eftir stuttan tíma úti."

Kristinn stoppaði stutt erlendis. Hann er ekki ánægður með það sem hann náði að gera í Svíþjóð.

„Ég er ekki ánægður með það. Ég hefði viljað gera betri hluti inn á vellinum. Þetta var samt mjög lærdómsríkt."

FH hafði einnig áhuga á að fá Kristin í sínar raðir en á endanum gekk hann til liðs við Val.

„Það var áhugi á mér frá öðrum liðum sem að ég skoðaði. Í endann var það tilfinningin að þetta væri rétt fyrir mig. Ég er mjög sáttur við þá ákvörðun og ég hlakka mikið til að klæðast Valstreyjunni aftur, spila með strákunum. Ég get ekki beðið."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner