Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
   fös 01. desember 2017 18:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristinn Freyr: Áhugi frá öðrum liðum sem ég skoðaði
Kristinn Freyr er kominn aftur í Val.
Kristinn Freyr er kominn aftur í Val.
Mynd: Arnar Daði
Kristinn Freyr Sigurðsson skrifaði nú síðdegis undir fjögurra ára samning við Íslandsmeistara Vals.

Kristinn kemur til Vals eftir að hafa tekið eitt tímabil í Svíþjóð með Sundsvall. Hann þekkir vel til að Hlíðarenda enda spilaði hann með Val rá 2012 til 2016. Árið 2016 var Kristinn valinn besti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni en hann varð þá næstmarkahæstur.

En af hverju kemur hann heim núna?

„Það eru fyrst og fremst fjölskylduástæður," sagði Kristinn í samtali við Fótbolta.net í dag. „Við fjölskyldan ákváðum að þetta væri það besta í stöðunni eftir stuttan tíma úti."

Kristinn stoppaði stutt erlendis. Hann er ekki ánægður með það sem hann náði að gera í Svíþjóð.

„Ég er ekki ánægður með það. Ég hefði viljað gera betri hluti inn á vellinum. Þetta var samt mjög lærdómsríkt."

FH hafði einnig áhuga á að fá Kristin í sínar raðir en á endanum gekk hann til liðs við Val.

„Það var áhugi á mér frá öðrum liðum sem að ég skoðaði. Í endann var það tilfinningin að þetta væri rétt fyrir mig. Ég er mjög sáttur við þá ákvörðun og ég hlakka mikið til að klæðast Valstreyjunni aftur, spila með strákunum. Ég get ekki beðið."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner