Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   fös 01. desember 2017 18:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristinn Freyr: Áhugi frá öðrum liðum sem ég skoðaði
Kristinn Freyr er kominn aftur í Val.
Kristinn Freyr er kominn aftur í Val.
Mynd: Arnar Daði
Kristinn Freyr Sigurðsson skrifaði nú síðdegis undir fjögurra ára samning við Íslandsmeistara Vals.

Kristinn kemur til Vals eftir að hafa tekið eitt tímabil í Svíþjóð með Sundsvall. Hann þekkir vel til að Hlíðarenda enda spilaði hann með Val rá 2012 til 2016. Árið 2016 var Kristinn valinn besti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni en hann varð þá næstmarkahæstur.

En af hverju kemur hann heim núna?

„Það eru fyrst og fremst fjölskylduástæður," sagði Kristinn í samtali við Fótbolta.net í dag. „Við fjölskyldan ákváðum að þetta væri það besta í stöðunni eftir stuttan tíma úti."

Kristinn stoppaði stutt erlendis. Hann er ekki ánægður með það sem hann náði að gera í Svíþjóð.

„Ég er ekki ánægður með það. Ég hefði viljað gera betri hluti inn á vellinum. Þetta var samt mjög lærdómsríkt."

FH hafði einnig áhuga á að fá Kristin í sínar raðir en á endanum gekk hann til liðs við Val.

„Það var áhugi á mér frá öðrum liðum sem að ég skoðaði. Í endann var það tilfinningin að þetta væri rétt fyrir mig. Ég er mjög sáttur við þá ákvörðun og ég hlakka mikið til að klæðast Valstreyjunni aftur, spila með strákunum. Ég get ekki beðið."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner