Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
   mið 30. maí 2018 12:54
Elvar Geir Magnússon
Frederik Schram: Kom skemmtilega á óvart að vera valinn
Icelandair
Frederik Schram er spenntur fyrir komandi vikum.
Frederik Schram er spenntur fyrir komandi vikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var hörð samkeppni um að komast í íslenska markvarðahópinn fyrir HM. Frederik Schram, leikmaður Roskilde í dönsku B-deildinni, varð fyrir valinu og er þriðji markvörður liðsins.

„Ég var mjög glaður og stoltur. Það var gaman að fá þessar fréttir. Nú hlakka ég bara til að undirbúa mig með strákunum fyrir HM," segir Frederik.

Hann viðurkennir að hafa ekki búist við því að vera í hópnum.

„Það er mikil samkeppni enda góðir markmenn sem hafa verið í hópnum. Þetta kom á óvart en ég er mjög ánægður."

Við báðum honum að meta styrkleika dönsku B-deildarinnar.

„Þetta er mjög líkamlega sterk deild og þau lið sem hafa fallið úr efstu deild hafa mörg lent í vandræðum þarna. Þarna snýst þetta meira um líkamlegan styrk og fótboltinn er beinskeyttari. Það er mjög jákvætt fyrir mig. Ég þarf alltaf að vera vakandi í föstum leikatriðum og fyrirgjöfum og vera tilbúinn að sýna hvað ég get," segir Frederik.

Frederik vonast til að fá mínútur í komandi vináttulandsleikjum gegn Noregi og Gana.

„Ég vonast alltaf til að spila en ef ekki þá styð ég Hannes og Rúnar eins mikið og ég get," segir Frederik en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars um íslenska veðrið og fleira.

Lykildagar Íslands í júní:
LEIKUR 2. júní Noregur (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
LEIKUR 7. júní Gana (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
9. júní Flogið til Rússlands (Gelendzhik)
LEIKUR 16. júní Argentína (Moskva) - HM
LEIKUR 22. júní Nígería (Volgograd) - HM
LEIKUR 26. júní Króatía (Rostov) - HM
Athugasemdir
banner