PSG hefur ekki áhuga á Bruno Guimaraes - Slot flytur inn þar sem Klopp býr - Bayern í viðræðum við Flick - Reus eftirsóttur utan Evrópu
   fös 31. ágúst 2018 11:08
Magnús Már Einarsson
Belgíski hópurinn sem mætir Íslandi: Margar stjörnur
Icelandair
Eden Hazard er á sínum stað.
Eden Hazard er á sínum stað.
Mynd: Getty Images
Christian Benteke snýr aftur í hópinn.
Christian Benteke snýr aftur í hópinn.
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni þriðjudagskvöldið 11. september næstkomandi.

Bronslið Belga frá HM mætir Skotum í vináttuleik áður en liðið kemur til Íslands.

Kevin de Bruyne, miðjumaður Manchester City, er fjarri góðu gamni vegna meiðsla líkt og Adnan Januzaj kantmaður Real Sociedad.

Martinez velur 27 leikmenn en Timothy Castagne (Atalanta), Leandro Trossard (Genk), Hans Vanaken (Club Brugge) og Birger Verstraete (KAA Gent) eru allir nýliðar í hópnum.

Þá snýr Christian Benteke, framherji Crystal Palace, aftur í hópinn en hann var ekki með á HM í sumar.

Markverðir: Koen Casteels (Wolfsburg), Thibaut Courtois (Real Madrid), Simon Mignolet (Liverpool), Matz Sels (Straatsburg)

Varnarmenn: Toby Alderweireld (Tottenham Hotspurg), Dedryck Boyata (Celtic), Leander Dendoncker (Wolverhampto), Vincent Kompany (Manchester City), Thomas Vermaelen (FC Barcelona), Jan Vertonghen (Tottenham Hotspur)

Miðjumenn: Yannick Carrasco (Dalian Yinfang), Timothy Castagne (Atalanta), Nacer Chadli (AS Monaco), Mousa Dembélé (Tottenham Hotspur), Marouane Fellaini (Manchester United), Thomas Meunier (Paris Saint-Germain), Youri Tielemans (AS Monaco), Hans Vanaken (Club Brugge), Birger Verstraete (KAA Gent), Axel Witsel (Borussia Dortmund)

Sóknarmenn: Michy Batshuayi (Valencia), Christian Benteke (Crystal Palace), Eden Hazard (Chelsea), Thorgan Hazard (Borussia Mönchengladbach), Romelu Lukaku (Manchester United), Dries Mertens (Napoli), Leandro Trossard (KRC Genk)

Athugasemdir
banner
banner