Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 11. maí 2024 16:05
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið Vals og KA: Hallgrímur Mar byrjar og Viðar á bekknum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Klukkan 17:00 hefst Adda Grétars slagurinn þar sem Valur tekur á móti KA. Valur er með 8 stig og eru í 6. sæti deildarinnar á meðan KA er með 2 stig í 11. sæti. Byrjunarliðin voru að birtast og þetta eru breytingarnar sem liðin hafa gert frá síðustu umferð. 


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 KA

Valur gerir aðeins eina breytingu á liði sínu en Adam Ægir Pálsson er í leikbanni og því er hann ekki með, í hans stað kemur Lúkas Logi Heimisson.

KA gerir tvær breytingar á sínu liði en það eru Harley Willard og Hrannar Björn Steingrímsson sem detta úr liðinu. Í stað þeirra koma Hallgrímur Mar Steingrímsson sem spilar sinn fyrsta byrjunarliðsleik á tímabilinu og Birgir Baldvinsson sem spilar einnig sinn fyrsta leik en Hallgrímur er búinn að vera glíma við erfið veikindi á meðan Birgir er nýkominn heim úr háskóla í Bandaríkjunum.


Byrjunarlið Valur:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Bjarni Mark Antonsson
7. Aron Jóhannsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson

Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Sveinn Margeir Hauksson
77. Bjarni Aðalsteinsson
Athugasemdir
banner
banner
banner