Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   lau 11. maí 2024 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: Þægilegt fyrir ÍA í nýliðaslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 3 - 0 Vestri
1-0 Viktor Jónsson ('38)
2-0 Johannes Vall ('57)
3-0 Guðfinnur Þór Leósson ('67)

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Vestri

ÍA tók á móti Vestra í nýliða- og Vesturlandsslag í Bestu deild karla í dag og voru heimamenn sterkari aðilinn í nokkuð bragðdaufum fyrri hálfleik.

Á 35. mínútu komst Vladimir Tufedgdzic nálægt því að taka forystuna fyrir gestina frá Ísafirði en skot hans endaði í hliðarnetinu og þremur mínútum síðar tóku heimamenn forystuna.

Viktor Jónsson var þar á ferðinni þar sem hann skoraði gott mark eftir laglega skyndisókn. Skagamenn hótuðu að tvöfalda forystuna á lokamínútum fyrri hálfleiks en það hafðist ekki og var staðan 1-0 í leikhlé.

Vestri byrjaði seinni hálfleikinn af krafti en tókst ekki að skapa mikla hættu áður en Johannes Vall tvöfaldaði forystu ÍA með marki beint úr aukaspyrnu sem verður að skrifast á William Eskelinen markvörð Vestra. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var brjálaður út í markvörðinn sinn og lét hann heyra það.

Vestramenn misstu dampinn við þetta seinna mark og innsiglaði Guðfinnur Þór Leósson sigur Skagamanna á 67. mínútu, eftir önnur slæm markmannsmistök hjá William.

ÍA komst nálægt því að gera fjórða markið en það tókst ekki. Lokatölur 3-0 og klifra Skagamenn uppfyrir Val og KR á stöðutöflunni með þessum sigri. Vestri situr eftir með 6 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 15 10 3 2 34 - 15 +19 33
2.    Breiðablik 15 9 3 3 33 - 19 +14 30
3.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
4.    FH 15 7 4 4 27 - 24 +3 25
5.    ÍA 15 7 3 5 33 - 21 +12 24
6.    Stjarnan 15 6 2 7 27 - 29 -2 20
7.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
8.    KA 15 5 3 7 23 - 29 -6 18
9.    KR 15 3 5 7 25 - 30 -5 14
10.    HK 15 4 2 9 17 - 35 -18 14
11.    Vestri 15 3 3 9 18 - 36 -18 12
12.    Fylkir 15 3 2 10 21 - 38 -17 11
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner