Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   lau 11. maí 2024 13:31
Ívan Guðjón Baldursson
England: Gvardiol með tvennu í þægilegum sigri
Mynd: Manchester City
Mynd: EPA
Fulham 0 - 4 Man City
0-1 Josko Gvardiol ('13)
0-2 Phil Foden ('59)
0-3 Josko Gvardiol ('71)
0-4 Julian Alvarez ('97, víti)
Rautt spjald: Issa Diop, Fulham ('96)

Manchester City er búið að færa sig einu skrefi nær Englandsmeistaratitlinum eftir þægilegan sigur á útivelli gegn Fulham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Man City er með tveggja stiga forystu í titilbaráttunni þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af tímabilinu, eftir að hafa sigrað síðustu sjö úrvalsdeildarleiki í röð.

Varnarmaðurinn Josko Gvardiol er að reynast afar mikilvægur fyrir Man City og var það hann sem skoraði fyrsta mark leiksins í dag með góðu skoti eftir laglega sendingu frá Kevin De Bruyne.

City hélt eins marks forystu út fyrri hálfleik en heimamenn í Fulham ógnuðu ekki andstæðingum sínum af neinu ráði.

Í síðari hálfleik tvöfaldaði Phil Foden forystuna með góðu marki og bætti Gvardiol svo þriðja markinu við eftir aukaspyrnu, áður en Julian Alvarez kom inn af bekknum og skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Lokatölur 0-4 og er ljóst að Man City getur tryggt sér sjötta Englandsmeistaratitilinn á sjö árum með því að sigra Tottenham og West Ham í tveimur síðustu umferðum deildartímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner