Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   lau 11. maí 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Örlög Pochettino ráðast í næstu viku - „Þá fáum við að vita hvort ég verði áfram stjóri Chelsea“
Mynd: Getty Images
Örlög Mauricio Pochettino, stjóra Chelsea á Englandi, ráðast í næstu viku en þetta sagði Argentínumaðurinn á blaðamannafundi fyrir næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Pochettino á síðustu vikum.

Talið er að Chelsea sé að íhuga aðra kosti í stöðuna fyrir næstu leiktíð og hefur Pochettino ítrekað verið spurður út í framtíðina á blaðamannafundum.

Hann uppljóstraði því í gær að hann fengi að vita í næstu viku hvort hann verði áfram með liðið eða ekki.

„Eftir eina viku fáum við að vita hvort ég verði áfram stjóri Chelsea. Þetta er ekki mín ákvörðun, það er að segja ef eigendurnir eru að hugsa um að breyta til, en við komumst að þessu eftir viku,“ sagði Pochettino.

„Þetta hefur ekki áhrif á mig en hefur þetta áhrif á fólkið sem vinnur með okkur? Já, ég held það. Þegar allt kemur til alls þá getur þú drepið orðróminn og rekið mig, sem er ekkert mál þannig lagað. Það gerist hjá mörgum félögum,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner