Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 11. maí 2024 17:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristall skoraði mikilvægt mark í toppslag en fékk síðan rautt
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Kristall Máni Ingason skoraði gríðarlega mikilvægt mark en fékk síðan rautt spjald þegar Sonderjyske vann Álaborg í toppbaráttuslag í næst efstu deild í Danmörku.


Sonderjyske er með níu stiga forystu á Álaborg þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu eftir 1-0 sigur í dag þar sem Kristall skoraði eina markið úr vítaspyrnu undir lok leiksins.

Hann fékk síðan sitt annað gula spjald í uppbótatíma.

Davíð Snær Jóhannsson lék allan leikinn þegar Álasund tapaði 2-0 gegn Valerenga í efstu deild í Noregi. Álasund er með 5 stig í næst neðsta sæti eftir sjö umferðir.

Birnir Snær Ingason og Gísli Eyjólfsson komu inn á sem varamenn í síðari hálfleik þegar Halmstad tapaði 3-1 gegn Mjallby í efstu deild í Svíþjóð. Halmstad er með 12 stig eftir átta umferðir.

Sveinn Aron Guðjohnsen kom ekkert við sögu þegar Hansa Rostock tapaði 2-1 gegn Schalke í næst efstu deild í Þýskalandi. Hansa Rostock er í fallsæti fyrir lokaumferðina og getur endanlega fallið ef Wehen vinnur Þóri Jóhann Helgason og félaga í Braunschweig á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner