Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 11. maí 2024 16:32
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sörloth tryggði sigurinn gegn Sevilla
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í efstu deild á Spáni, þar sem Villarreal vann góðan sigur á heimavelli gegn Sevilla þar sem norski framherjinn Alexander Sörloth reyndist hetjan.

Gestirnir frá Sevilla tóku forystuna í tvígang í fyrri hálfleik þegar Youssef En-Nesyri skoraði tvennu en Sörloth minnkaði muninn á milli markanna.

Sevilla hélt forystunni allt þar til á lokakafla leiksins þegar Yerson Mosquera jafnaði, áður en Sörloth stal sigrinum seint í uppbótartíma.

Sorloth skoraði á 97. mínútu til að fullkomna tvennuna sína og tryggja þrjú stig sem gætu komið sér vel í Evrópubaráttunni.

Giovanni Gonzalez skoraði þá eina mark leiksins þegar Mallorca lagði Las Palmas að velli í neðri hlutanum. Bæði lið eru svo gott sem búin að bjarga sér frá fallbaráttunni.

Villarreal 3 - 2 Sevilla
0-1 Youssef En-Nesyri ('26 , víti)
1-1 Alexander Sorloth ('30 )
1-2 Youssef En-Nesyri ('44 )
2-2 Yerson Mosquera ('84 )
3-2 Alexander Sorloth ('90 )

Mallorca 1 - 0 Las Palmas
1-0 Giovanni Alessandro Apud Gonzalez ('29 )
Athugasemdir
banner
banner