Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   lau 11. maí 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Inter Miami skráir sig í baráttuna um Reus
Mynd: EPA
Þýski leikmaðurinn Marco Reus yfirgefur Borussia Dortmund eftir þetta tímabil en hann er að öllum líkindum á leið í MLS-deildina í Bandaríkjunum.

Þessi 34 ára gamli uppaldi Dortmund-maður hefur spilað síðustu tólf ár með aðalliði félagsins.

Á ferlinum hefur hann unnið bæði deild og bikar en vantar Evrópubikar í safnið. Reus fær tækifæri til þess að vinna hann er Dortmund mætir Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í næsta mánuði.

Eftir þann leik mun hann yfirgefa Dortmund en síðustu daga hefur hann verið orðaður við St. Louis í Bandaríkjunum og Al-Nassr, lið Cristiano Ronaldo í Sádi-Arabíu.

Þýski blaðamaðurinn Patrick Berger segir frá því að annað lið er komið í baráttuna en það er Inter Miami í MLS-deildinni.

Liðið hefur verið að gera stórkostlega hluti í byrjun leiktíðar með þá Lionel Messi, Luis Suarez, Sergio Busquets og Jordi Alba fremsta í fararbroddi.

Engin ákvörðun mun liggja fyrir um framtíð hans fyrr en eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Fyrrum fótboltamaðurinn Samir Nasri segir það öruggt að Reus fari í MLS-deildina.

„Ég talaði við Marco Reus. Hann sagðist elska fótbolta of mikið til að hætta núna. Hann mun fara í MLS-deildina á næsta tímabili,“ sagði Nasri á Canal+.
Athugasemdir
banner
banner
banner