Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   lau 11. maí 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sá besti í síðustu umferð framlengir við HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK tilkynnti rétt í þessu að miðjumaðurinn Magnús Arnar Pétursson hefði framlengt samning sinn við félagið út árið 2026. Fyrri samningur rann út eftir síðasta tímabil.

Magnús er fæddur árið 2006 og á að baki einn leik fyrir U16 landsliðið. Hann varð 18 ára fyrr á þessu ári og sagði í viðtali við Fótbolta.net fyrr í vikunni að nú væri stefnan sett á U19 landsliðið.

Magnús lék sinn fyrsta leik fyrir HK tímabilið 2022, lék ekkert með meistaraflokki 2023 en sneri aftur í liðið í byrjun mótsins í ár og hefur leikið virkilega vel í síðustu tveimur leikjum. Í síðasta leik var hann maður leiksins, skoraði og lagði upp mark þegar HK lagði Víking óvænt að velli.

„Það er mikið ánægjuefni að sjá heimamennina okkar blómstra og hlökkum við til að sjá meira af Magnúsi. Næsti leikur er á morgun, sunnudag, á Meistaravöllum gegn KR," segir í tilkynningu HK.
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Athugasemdir
banner
banner
banner