Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   lau 11. maí 2024 16:18
Ívan Guðjón Baldursson
England: Burnley og Luton falla - Spenna í Evrópubaráttunni
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Jóhann Berg Guðmundsson var ónotaður varamaður er Burnley tapaði á Tottenham Stadium í dag og féll um leið aftur niður í Championship deildina.

Gestirnir frá Burnley tóku forystuna í fyrri hálfleik þegar Jacob Bruun Larsen skoraði eftir 25 mínútna leik en bakvörðurinn sókndjarfi Pedro Porro var snöggur að jafna fyrir heimamenn.

Staðan var jöfn 1-1 eftir góðan fyrri hálfleik, en heimamenn í Tottenham tóku öll völd á vellinum eftir leikhléð og voru óheppnir að skora ekki sigurmark fyrr en undir lokin, þegar miðvörðurinn snöggi Micky van de Ven lagði boltann snyrtilega í netið.

Tottenham hafði tapað fjórum deildarleikjum í röð fyrir daginn í dag og er þetta mikilvægur sigur í Evrópubaráttunni. Tottenham er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð og getur enn reynt ólíklega atlögu að fjórða sætinu, þar sem Aston Villa situr með fjórum stigum meira.

Luton Town er einnig á leið beint aftur niður um deild eftir tap gegn West Ham í London. Luton tók forystuna snemma leiks á London Stadium og leiddi 0-1 í hálfleik.

Sambi Lokonga skoraði og varðist Luton vel í kjölfarið, allt þar til í síðari hálfleik þegar James Ward-Prowse tókst að skora jöfnunarmark eftir mikinn atgang í vítateig gestanna.

Hamrarnir voru talsvert sterkari aðilinn í síðari hálfleik og skoruðu Tomas Soucek og George Earthy til að tryggja lærisveinum David Moyes sigur sem gæti reynst dýrmætur í Evrópubaráttunni.

Luton er svo gott sem fallið og þarf stærðarinnar kraftaverk til að bjarga sér. Auk þess að þurfa að treysta á úrslit úr öðrum leikjum þarf Luton að vinna upp 13 marka mun til að forðast fall.

Joel Veltman og Sean Longstaff skoruðu þá mörkin er Newcastle og Brighton gerðu jafntefli, en Newcastle er í harðri Evrópubaráttu við Chelsea og Manchester United á meðan Brighton siglir lygnan sjó.

Crystal Palace og Brentford unnu að lokum útisigra á meðan Everton lagði botnlið Sheffield United að velli.

Tottenham 2 - 1 Burnley
0-1 Jacob Bruun Larsen ('25 )
1-1 Pedro Porro ('32 )
2-1 Micky van de Ven ('82 )

West Ham 3 - 1 Luton
0-1 Albert-Mboyo Sambi Lokonga ('6 )
1-1 James Ward-Prowse ('54 )
2-1 Tomas Soucek ('66 )
3-1 George Earthy ('77 )

Newcastle 1 - 1 Brighton
0-1 Joel Veltman ('18 )
1-1 Sean Longstaff ('45 )

Everton 1 - 0 Sheffield Utd
1-0 Abdoulaye Doucoure ('31 )

Bournemouth 1 - 2 Brentford
0-1 Bryan Mbeumo ('87 )
1-1 Dominic Solanke ('90 )
1-2 Yoane Wissa ('90 )

Wolves 1 - 3 Crystal Palace
0-1 Michael Olise ('26 )
0-2 Jean-Philippe Mateta ('28 )
1-2 Matheus Cunha ('68 )
1-3 Eberechi Eze ('73 )
Rautt spjald: Naouirou Ahamada, Crystal Palace ('87)
Athugasemdir
banner
banner
banner