Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 11. maí 2024 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Gattuso með tilboð frá Torino og Sádi-Arabíu
Mynd: EPA
Gennaro Gattuso er án starfs eftir að hafa verið rekinn úr þjálfarastólnum hjá Marseille í vetur en hann hefur nokkra valmöguleika fyrir framtíðina.

Hann hefur verið í viðræðum við Torino að undanförnu en nú greinir fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano frá því að Gattuso sé kominn með nýtt tilboð á borðið - frá sádi-arabísku atvinnumannadeildinni.

Gattuso er goðsagnakenndur miðjumaður á Ítalíu en hann hefur stýrt AC Milan, Napoli, Fiorentina, Valencia og Marseille á síðustu sjö árum, án þess að ná sérstaklega góðum árangri.

Honum tókst að leiða Napoli til sigurs í ítalska bikarnum 2020 en þar fyrir utan hefur hann ekki unnið neitt sem þjálfari. Þá hefur hann aðeins verið með yfir 50% sigurhlutfall hjá einu félagi á þjálfaraferlinum.

Það verður áhugavert að fylgjast með ákvörðun Gattuso þar sem hann getur valið á milli þess að snúa aftur í ítalska boltann eða að reyna fyrir sér í ört vaxandi efstu deild í Sádi-Arabíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner