Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
   lau 11. maí 2024 17:32
Sölvi Haraldsson
Vill að menn líti í spegil - „Línan var eins og hjartalínurit”
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Lítil gæði í þessum leik. Erfitt að horfa á þennan leik og við vissum að það væri þannig. Ég ætla ekkert að vera að kenna vellinum um það hvað þetta var slakt en við vorum bara í bölvuðum vandræðum með að tengja sendingar. Alls ekki gott í dag.“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, eftir 3-0 tap gegn ÍA á Skaganum.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Vestri

Leikurinn í dag var fyrsti leikur ársins á Akranesvelli en Davíð ætlar ekki að kenna vellinum um úrslitin. Hann var ekki ánægður með sína menn.

Hann er gífurlega þungur og svolítið loðinn og allt það. Ég nenni samt ekki að kenna vellinum um þetta. Við töpuðum þessum leik og þetta var alls ekki nógu gott, ég segi það bara eins og það er.

William Eskelinen, markmaður Vestra, gerði sig sekan um hræðileg mistök í öðru marki Skagamanna í dag en Davíð er alls ekki ánægður með það að hafa fengið þetta mark á sig.

Ég á engin orð til að lýsa þessu. Þetta er ekki það sem ég sé frá honum en bara ömurlegt mark að fá á sig og ótrúlega lélegt. En það sem ég tek út úr þessu með hann er að hann hélt áfram eftir þetta og átti nokkrar stórar vörslur í lokin. Það er oft merki um góð gæði markmanns að hann staldrar ekki í mómentinu, hann heldur áfram og mér fannst hann gera það í dag.

Í seinni hálfleik gaf Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, Davíð Smára gult spjald en Davíð fannst línan mjög óskýr á köflum í dag og líkti henni við hjartalínurit.

Ég ætla bara að viðurkenna það að Pétur er einn sá dómari sem ég treysti hvað best en mér fannst línan ofboðslega óskýr. Hún var bara eins og hjartalínurit oft á tíðum. Upp og niður. En Pétur er heilt yfir einn af okkar betri dómurum og dæmdi leikinn heilt yfir mjög vel.“

Davíð Smári er allt annað en sáttur með frammistöðuna hjá hans mönnum í dag.

Ég er gríðarlega ósáttur með frammistöðuna. Ég held að það sé alveg klárt mál að flestir, ef ekki allir, mínir leikmenn þurfa að líta í spegil og hugsa hvort þeir séu sáttir með sína eigin frammistöðu í dag. Ég held að það sé alveg klárt mál.

Davíð vill trúa því að leikurinn í dag sé bara einn af þessum dögum þar sem allt fer úrskeðis.

Ég vil bara trúa því að þetta er einn af þessum dögum. Ég fann gífurlega góða orku í klefanum fyrir leik og annað. Stundum ertu bara ekki á þínum degi og þá viltu að undirstöðurnar séu réttar, að menn séu að taka réttu hlaup og að viljinn sé til staðar. Ég get verið sáttur með það að við vorum að hlaupa af okkur rassgatið alveg fram í lok leiks. En á köflum vorum við bara sofandi á verðinum, það verður að viðurkennast.“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, að lokum eftir 3-0 tap í dag gegn ÍA á Akranesvelli.

Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner