Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   lau 11. maí 2024 17:32
Sölvi Haraldsson
Vill að menn líti í spegil - „Línan var eins og hjartalínurit”
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Lítil gæði í þessum leik. Erfitt að horfa á þennan leik og við vissum að það væri þannig. Ég ætla ekkert að vera að kenna vellinum um það hvað þetta var slakt en við vorum bara í bölvuðum vandræðum með að tengja sendingar. Alls ekki gott í dag.“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, eftir 3-0 tap gegn ÍA á Skaganum.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Vestri

Leikurinn í dag var fyrsti leikur ársins á Akranesvelli en Davíð ætlar ekki að kenna vellinum um úrslitin. Hann var ekki ánægður með sína menn.

Hann er gífurlega þungur og svolítið loðinn og allt það. Ég nenni samt ekki að kenna vellinum um þetta. Við töpuðum þessum leik og þetta var alls ekki nógu gott, ég segi það bara eins og það er.

William Eskelinen, markmaður Vestra, gerði sig sekan um hræðileg mistök í öðru marki Skagamanna í dag en Davíð er alls ekki ánægður með það að hafa fengið þetta mark á sig.

Ég á engin orð til að lýsa þessu. Þetta er ekki það sem ég sé frá honum en bara ömurlegt mark að fá á sig og ótrúlega lélegt. En það sem ég tek út úr þessu með hann er að hann hélt áfram eftir þetta og átti nokkrar stórar vörslur í lokin. Það er oft merki um góð gæði markmanns að hann staldrar ekki í mómentinu, hann heldur áfram og mér fannst hann gera það í dag.

Í seinni hálfleik gaf Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, Davíð Smára gult spjald en Davíð fannst línan mjög óskýr á köflum í dag og líkti henni við hjartalínurit.

Ég ætla bara að viðurkenna það að Pétur er einn sá dómari sem ég treysti hvað best en mér fannst línan ofboðslega óskýr. Hún var bara eins og hjartalínurit oft á tíðum. Upp og niður. En Pétur er heilt yfir einn af okkar betri dómurum og dæmdi leikinn heilt yfir mjög vel.“

Davíð Smári er allt annað en sáttur með frammistöðuna hjá hans mönnum í dag.

Ég er gríðarlega ósáttur með frammistöðuna. Ég held að það sé alveg klárt mál að flestir, ef ekki allir, mínir leikmenn þurfa að líta í spegil og hugsa hvort þeir séu sáttir með sína eigin frammistöðu í dag. Ég held að það sé alveg klárt mál.

Davíð vill trúa því að leikurinn í dag sé bara einn af þessum dögum þar sem allt fer úrskeðis.

Ég vil bara trúa því að þetta er einn af þessum dögum. Ég fann gífurlega góða orku í klefanum fyrir leik og annað. Stundum ertu bara ekki á þínum degi og þá viltu að undirstöðurnar séu réttar, að menn séu að taka réttu hlaup og að viljinn sé til staðar. Ég get verið sáttur með það að við vorum að hlaupa af okkur rassgatið alveg fram í lok leiks. En á köflum vorum við bara sofandi á verðinum, það verður að viðurkennast.“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, að lokum eftir 3-0 tap í dag gegn ÍA á Akranesvelli.

Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner