Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 11. maí 2024 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Zubimendi vill ekki fara í sumar
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Martín Zubimendi er gríðarlega eftirsóttur og hefur verið orðaður við félög á borð við Arsenal, FC Bayern og Barcelona undanfarin misseri.

Zubimendi er 25 ára gamall og er lykilmaður í liði Real Sociedad en stuðningsfólk félagsins óttast að hann verði seldur í sumar.

Imanol Alguacil, þjálfari Sociedad, er þó búinn að róa stuðningsfólk niður með nýjustu ummælum sínum.

„Martin Zubimendi vill vera áfram hérna og það er ekkert því til fyrirstöðu að hann verði áfram. Ég er viss um að hann verði áfram hérna með okkur á næstu leiktíð. Hann vill spila fyrir Real Sociedad, hann er ekki á förum," sagði Imanol á fréttamannafundi.

Sociedad er í harðri baráttu um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð en liðið gerði fína hluti í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, þar sem lærisveinar Imanol unnu riðilinn sinn áður en þeir duttu úr leik gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner