Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   lau 11. maí 2024 13:09
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið ÍA og Vestra: Rúnar Már og Arnór ekki í hóp - Fjórar breytingar hjá Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Klukkan 14:00 í dag hefst vesturlands- og nýliðaslagurinn ÍA - Vestri. Bæði lið eru með 6 stig eftir fyrstu 5 leikina og mætast á Akranesi á fyrsta grasleik sumarsins á Skaganum. Báðir leikir liðanna í fyrra enduðu með jafntefli. Byrjunarliðin voru að detta í hús rétt í þessu.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Vestri

Heimamenn gera þrjár breytingar frá 4-1 tapinu gegn Stjörnunni á dögunum. Arnleifur Hjörleifsson, Oliver Stefánsson og Ingi Þór Sigurðsson koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Anrór Smárason, Árna Salvar Heimisson og Marko Vardic. Rúnar Már og Arnór Smárason eru þá ekki í hópnum hjá Skaganum í dag.

Davíð Smári gerir fjórar breytingar á Vestraliðinu frá 3-2 tapinu gegn FH í Hafnarfirðinum seinustu helgi. Vladimir Tufegdzic, Ignacio Gil Echevarria,  Sergine Modou Fall og Toby King koma inn í liðið fyrir þá  Fatai Adebowale Gbadamosi,  Silas Dylan Songani, Gunnar Jónas Hauksson og Tarik Ibrahimagic.

Tarik, leikmaður Vestra, og Marko Vardic, leikmaður ÍA taka út leikbann í dag.


Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
5. Arnleifur Hjörleifsson
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
17. Ingi Þór Sigurðsson
18. Guðfinnur Þór Leósson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason

Byrjunarlið Vestri:
30. William Eskelinen (m)
0. Benedikt V. Warén
3. Elvar Baldvinsson
6. Ibrahima Balde
7. Vladimir Tufegdzic
9. Andri Rúnar Bjarnason
10. Nacho Gil
13. Toby King
20. Jeppe Gertsen
22. Elmar Atli Garðarsson
77. Sergine Fall
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 8 1 1 25 - 10 +15 25
2.    Breiðablik 10 7 1 2 24 - 12 +12 22
3.    Valur 10 6 3 1 23 - 12 +11 21
4.    FH 9 4 2 3 16 - 16 0 14
5.    ÍA 9 4 1 4 18 - 13 +5 13
6.    Fram 9 3 4 2 12 - 12 0 13
7.    Stjarnan 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
8.    KR 9 3 2 4 18 - 19 -1 11
9.    Vestri 9 3 1 5 11 - 20 -9 10
10.    HK 9 2 1 6 8 - 17 -9 7
11.    KA 9 1 2 6 13 - 23 -10 5
12.    Fylkir 9 1 1 7 12 - 25 -13 4
Athugasemdir
banner