Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 11. maí 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útskýrir af hverju Halldór Snær hefur byrjað mótið - „Lúxusvandamál fyrir okkur"
Lengjudeildin
Halldór Snær.
Halldór Snær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurjón Daði.
Sigurjón Daði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unglingalandsliðsmarkvörðurinn Halldór Snær Georgsson hefur varið mark Fjölnis í fyrstu leikjum mótsins. Hann spilaði í fyrra tvo leiki í Lengjudeildinni og einn leik árið 2022. Fyrir utan það hefur hann spilað með 2. flokki og Vængjum Júpíters síðustu ár.

Halldór á að baki átta leiki með U19 og varði mark U20 landsliðsins gegn Ungverjalandi í mars.

Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, var spurður út í markmannsvalið í viðtali eftir sigurinn gegn Leikni í gær.

„Þetta er bara samkeppni þar eins og alls staðar annars staðar. Við erum með tvo frábæra markmenn í Halldóri og Sigurjóni. Ég sagði við Sigurjón að ég væri ekki að refsa honum, heldur væri ég að verðlauna Halldór. Hann er búinn að standa sig frábærlega og mér fannst hann eiga það skilið að byrja fyrsta leik. Eins og staðan er núna þá er hann í markinu og Sigurjón er að bakka hann upp og slást við hann í leiðinni," sagði Úlfur.

Hvernig að segja við Sigurjón að hann byrji á bekknum?

„Það er mjög erfitt, ég er búinn að þjálfa Sigurjón síðan hann var 17 ára. En hann skilur þetta og hann er alveg sammála því að Halldór á skilið að spila. En auðvitað finnst honum hann líka eiga skilið að spila. Þetta er lúxusvandamál fyrir okkur," sagði Úlfur.

Fjölnir er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og liðið er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Halldór Snær hefur varið markið í öllum fjórum keppnisleikjum tímabilsins.
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
Athugasemdir
banner
banner
banner