Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. október 2018 10:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Borg: Kostir og gallar við Guðjohnsen-nafnið
Arnór Borg Guðjohnsen.
Arnór Borg Guðjohnsen.
Mynd: Swansea
Gylfi er átrúnaðargoð Arnórs.
Gylfi er átrúnaðargoð Arnórs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Borg Guðjohnsen er 18 ára gamall og spilar í unglingaliðum Swansea í Wales. Eftirnafnið ættu flestir að kannast við en Arnór er sonur Arnórs Guðjohnsen og hálfbróðir Eiðs Smára Guðjohnsen, sem spilaði um árabil á Englandi, lengst af með Chelsea.

Ekki má gleyma því að hann spilaði líka með Barcelona þar sem hann vann Meistaradeild Evrópu.

Arnór fór frá Breiðabliki til Swansea í mars á síðasta ári og hefur verið að gera góða hluti hjá félaginu, sem leikur í Championship-deildinni ensku.

Í dag er skrifuð grein í Wales Online þar sem fjallað er um Arnór og þetta fræga eftirnafn hans.

„Það hefur reynst mér mikill innblástur að hafa föður minn og bróður í fótbolta," segir Arnór. „Þeir voru báðir leikmenn og lít ég upp til þeirra beggja."

„Ég tala við pabba eftir alla leiki og hann segir mér hvað ég get bætt í mínum leik. Ég hef fengið mörg góð ráð frá þeim í gegnum árin en það allra besta sem þeir hafa kennt mér er að halda alltaf áfram og trúa á sjálfan mig."

„Það eru kostir og gallar við Guðjohnsen-nafnið. Ég fæ góð ráð og leiðsögn frá fjölskyldu minni sem er reynslumikil á þessu sviði en það er líka pressa sem fylgir. Fólk býst við því að ég eigi að verða jafn góður og faðir minn eða bróðir."

Þetta eru klárlega stór fótspor að feta í en í Swansea ætlar Arnór að feta í fótsporin hjá öðrum íslenskum leikmanni, leikmanni sem hann lítur mikið upp til.

„Ég heillaðist strax af félaginu og akademíunni. Ég kunni vel við umhverfið og það var aðalástæðan fyrir því að ég skrifaði undir."

„Þegar ég frétt fyrst af áhuga Swansea þá hugsaði ég fyrst um það að Gylfi Sigurðsson væri hérna. Hann er átrúnaðargoðið mitt. Ég spilaði í svipaðari stöðu og er með svipaðan stíl. Hann er frábær leikmaður."

„Ég fékk að hitta hann stuttu áður en hann fór til Everton. Hann talaði vel um félagið og sagði að hér gæti ég þróað minn leik."

Hvernig hefur Arnóri gengið hingað til?
Arnór hefur verið að spila með U18 liðinu hjá Swansea og verið að standa sig vel. Hann átti til að mynda góðan leik gegn Chelsea á dögunum þar sem markvörður Chelsea þurfti að hafa sig allan við gegn skotum frá Íslendingnum efnilega.

Arnór hefur verið viðloðandi U23 liðið og í grein Wales Online segir að hann heldur áfram á sömu braut þá bíði hans tækifæri í aðalliðinu innan skamms. Hann er ekki tilbúinn strax en í náinni framtíð er aðalliðið möguleiki. Graham Potter, stjóri Swansea, hefur verið duglegur að gefa ungum leikmönnum tækifæri.

Arnór lék sinn fyrsta leik fyrir U19 landslið Íslands í september. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk í fyrsta landsleiknum sem var vináttulandsleikur gegn Albaníu.

Lestu grein Wales Online í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner