Arnar Þór Viðarsson er mjög líklega að taka við U21 landsliðinu í fótbolta samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Eyjólfur Sverrisson hefur þjálfað U21 landsliðið frá því árið 2009 en samningur hans rennur út um áramót. Ekki hefur verið gefið út hvort hann haldi áfram með liðið eða ekki, en frekar ólíklegt er að hann haldi áfram í starfinu.
Eyjólfur Sverrisson hefur þjálfað U21 landsliðið frá því árið 2009 en samningur hans rennur út um áramót. Ekki hefur verið gefið út hvort hann haldi áfram með liðið eða ekki, en frekar ólíklegt er að hann haldi áfram í starfinu.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í gær að þjálfaramálin gætu skýrst fyrir jól.
Rætt var um þjálfaramálin í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í dag en sagan segir að Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum landsliðsfyrirliði og markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, sé líklegur aðstoðarmaður Arnars.
Arnar og Eiður voru herbergisfélagar í landsliðinu á sínum tíma.
Arnar Þór hefur verið að vinna í Belgíu síðan hann hætti að spila fótbolta. Hann var þjálfari og aðstoðarþjálfari hjá Cercle Brugge áður en hann hóf að vinna hjá Lokeren árið 2015. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari Lokeren, en einnig hefur hann verið þjálfari til bráðabirgða, þá þegar aðalþjálfarinn hefur verið rekinn.
Arnar byrjaði fyrr á þessu ári að njósna fyrir íslenska landsliðið. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net sótti hann um stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ á dögunum, en það hefur ekki verið ráðið í það starf ennþá.
Eiður Smári tilkynnti að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna í fyrra. Hann hefur síðan unnið sem sérfræðingur í sjónvarpi, meðal annars í kringum leiki hjá íslenska landsliðinu. Hann hefur einnig verið að sækja sér þjálfaragráður, en þetta yrði hans fyrsta þjálfarastarf.
Athugasemdir