Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 25. desember 2018 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Midtjylland kaupir leikmann frá Breiðabliki (Staðfest)
Nikola Djuric á æfingasvæði danska félagsins
Nikola Djuric á æfingasvæði danska félagsins
Mynd: Heimasíða Midtjylland
Danska úrvalsdeildarfélagið Midtjylland er búið að ganga frá kaupum á íslenska sóknarmanninum Nikola Djuric frá Breiðabliki. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins.

Djuric er 17 ára gamall á fjóra leiki að baki fyrir U17 ára landslið Íslands.

Hann hefur nú gert samning við Midtjylland og mun spila með U19 ára liði félagsins.

Liðið er meistari í þessum aldursflokki en hann er með háleit markmið.

„Markmiðið mitt fyrir tímabilið er að koma mér í byrjunarliðið hjá U19 ára liðinu og svo ná góðu valdi á dönskunni," sagði Nikolas í samtali við heimasíðu félagsins.

Mikael Anderson, leikmaður U21 árs landsliðsins, er einnig á mála hjá Midtjylland en er á láni hjá hollenska félaginu Excelsior.
Athugasemdir
banner
banner