Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 30. júní 2019 23:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pedro Hipolito hættur sem þjálfari ÍBV (Staðfest)
Hipolito entist ekki lengi hjá ÍBV.
Hipolito entist ekki lengi hjá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Jeffs stýrir ÍBV fyrst um sinn.
Ian Jeffs stýrir ÍBV fyrst um sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Portúgalinn Pedro Hipolito mun ekki þjálfa ÍBV áfram í Pepsi Max-deild karla. Þetta segir í tilkynningu frá Vestmannaeyingum seint á þessu sunnudagskvöldi.

Pedro stýrði ÍBV í sínum síðsta leik í dag þegar ÍBV tapaði 2-0 gegn Stjörnunni á heimavelli.

Þetta er fyrsta þjálfarabreytingin sem á sér stað í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Hérna má sjá brot af því sem hann sagði eftir leikinn í dag. Hann ræddi meðal annars um að styrkja leikmannahópinn, hann sagðist vilja gera það en það væri erfitt að fá leikmenn til Íslands og til ÍBV. Hérna má lesa viðtalið í heild sinni á Vísi.

Gengi ÍBV í sumar hefur verið mjög slakt. Liðið er á botni Pepsi Max-deildarinnar með fimm stig og -17 í markatölu eftir 10 leiki. Liðið hefur aðeins unnið einn leiki í deildinni í sumar og það var gegn ÍA fyrir tæpum mánuði síðan.

Pedro kom fyrst hingað til lands 2017 til að taka við Fram. Koma Pedro til landsins vakti mikla athygli. Hann fékk meðmæli hjá Rui Faria, sem var aðstoðarmaður Jose Mourinho hjá Manchester United.

Fram endaði í níunda sæti Inkasso-deildarinnar á hans fyrstu leiktíð og á hans fyrsta heila tímabili með félaginu endaði Fram aftur í níunda sæti. Hann var svo ráðinn til ÍBV eftir síðasta sumar.

Ian Jeffs, sem hefur verið aðstoðarþjálfari Pedro, mun taka við þjálfun ÍBV fyrst um sinn. Jeffs er einnig aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins.

Næsti leikur ÍBV er gegn toppliði KR um næstu helga, nánar tiltekið næsta laugardag.

Fréttatilkynning ÍBV
Knattspyrnuráð ÍBV og Pedro Hipolito hafa komist að samkomulagi um að ljúka samstarfi.

ÍBV þakkar Pedro fyrir það það mikla og óeingjarna starf sem hann lagði á sig og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Fyrst um sinn mun Ian Jeffs taka yfir þjálfun meistaraflokks ÌBV.
Athugasemdir
banner